A-Húnavatnssýsla

Norræn myndbandasamkeppni fyrir hugmyndaríka krakka!

Norræna verkefnið NordMar Biorefine sem Matís stýrir hefur sett af stað myndbandasamkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 14-19 ára. Keppnin er opin öllum á þessum aldri á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi.
Meira

Bragi Hólmar sigraði framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin á Blönduósi í síðustu viku en þá komu alls tólf nemendur frá Húnavallaskóla, Höfðaskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og Blönduskóla saman og kepptu í upplestri, lásu bæði ljóð og sögur. Það var Bragi Hólmar Guðmundsson sem bar sigur úr bítum í keppninni en hann er frá Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira

4. umferð MB11 haldin á Norðurlandi sl. helgi

Margt var um manninn á Sauðárkróki og Blönduósi sl. helgi þegar strákar úr 6. bekk, og foreldrar þeirra, voru komnir á Norðurland til að keppa á törneringu í körfubolta (MB11). Skráðir voru til leiks um 350 þátttakendur í 59 liðum alls staðar að af landinu en spilað var í 12 riðlum sem endaði í 119 leikjum.
Meira

Hópur frá FNV heimsótti Vilníus á vegum Erasmus+

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Erasmusverkefninu og á heimasíðu skólans segir að dagana 27. mars til 3. apríl heimsóttu fimm nemendur FNV í félagi við tvo kennara Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vinnuviku á vegum verkefnisins. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.
Meira

Spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi

Á vegum Textílmiðstöðvar Íslands verða haldnar sjö spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi að Þverbraut 1 dagana 22. apríl - 7. maí nk. Námskeiðin eru ókeypis fyrir þátttakendur á kostnað Shemakes Evrópuverkefnisins sem Textílmiðstöðin tekur þátt í.
Meira

Byggðagleraugun enduðu á nefi HMS á Sauðárkróki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndardæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Meira

Þrjár kempur til liðs við Kormák/Hvöt

Nú er rétt um mánuður í að Húnvetningar hefji leik í 3. deildinni í knattspyrnu en fyrsta umferðin hefst 6. maí en þá á lið Kormáks/Hvatar útileik gegn Vængjum Júpiters á Fjölnisvelli. Húnvetningar hafa verið að styrkja hópinn sinn og á aðdáendasíðu Kormáks má sjá að nú í byrjun apríl hafa þrír leikmenn bæst í hópinn; þeir Anton Ingi Tryggvason, Benjamín Jóhannes Vilbergsson og Ante Marčić.
Meira

Áfangastaðir - Vísindi og grautur í hádeginu á morgun

Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund frá Háskóla Íslands flytja erindi um áfangastaði í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og graut. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður haldinn milli klukkan 11 og 12 á morgun, þriðjudaginn 5. apríl.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, hrossaræktarfélögin :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal tekinn upp þráðurinn þar sem honum var sleppt í 38. tbl., 6. október 2021 en þar var svo komist að orði í niðurlagi greinarinnar: „Fyrsta hrossaræktarfélagið: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja var stofnað 1904, þau voru síðan stofnuð hvert af öðru. Er hér um að ræða upphaf mikillar sögu, enda runninn upp ný öld. Öld umbrota og framfara, eða eins og stórskáldið, athafna- og hestamaðurinn Einar Benediktsson orðaði það í lokaorðum kvæðis síns Aldamót; „Lát snúast tímans tafl, / tuttugasta´öld.““. Verður nú þessari sögu framhaldið.
Meira

Frægðin kemur að utan: ÖXIN, AGNES OG FRIÐRIK í Félagsheimilinu á Blönduósi

Ég var búinn að láta vita að ég myndi verða með sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik á Blönduósi í nóvember. Svo óx Covid og sýningunni frestað til 13 janúar. Enn varð að fresta en nú trúum við að ekkert stoppi okkur. Sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi föstudagskvöldið 8. apríl , kl. 20.00.
Meira