A-Húnavatnssýsla

Byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni og hef bara ekki stoppað síðan

Snæborg Lilja Hjaltadóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti á Akureyri árið 2016 og hefur búið þar síðan. Snæborg er í sambúð með Roman Arnarssyni og eiga þau tvær dætur, Andreu Marín og Viktoriju Ósk svo Snæborg er aðallega að prjóna á þær og líka á lítil frændsystkini.
Meira

Folaldakjöt og fleira gott

Matgæðingar í tbl 14, 2021, voru Magnús Sigurjónsson og Kristín Birgisdóttir í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku.
Meira

Skagaströnd tryggt vatn fyrir baðlaugar við Hólanes

Sveitarfélagið Skagaströnd og Rarik undirrituðu á dögunum samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingu á baðlónum við Hólanes á Skagaströnd. Böðin verða staðsett við sjávarmálið á Hólanesi sem er miðsvæðis á Skagaströnd og skartar tilkomumiklu útsýni yfir Húnaflóann og Strandafjöllin.
Meira

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira

394 tonna byggðakvóti á Norðurland vestra

Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum þar sem þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun. Alls fá fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra 394 tonn.
Meira

Svandís í beinni í hádeginu

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður í Beinni línu á Facebook-síðu sinni og VG í hádeginu í dag, 7. janúar klukkan 12:00. Í tilkynningu frá VG segir að um kjörið tækifæri sé að ræða til að spyrja ráðherra út í hvaðeina sem brennur á fólki.
Meira

29 Covid-smit á Sauðárkróki - HSN opnar fyrir PCR sýnatökur um helgina

Enn fjölgar Covid-smituðum á Norðurlandi vestra en samkvæmt töflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgaði um 17 á tveimur dögum en að sama skapi fækkaði um 19 í sóttkví á sama tíma. Vegna þessa hefur HSN ákveðið að hafa opið fyrir PCR sýnatökur um helgina milli kl. 9.30 og 10.
Meira

757 milljónir í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að afgreiddir hafa verið jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021 og voru samþykktar 1.518 umsóknir þetta árið. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 379.624.751 kr. skv. fjárlögum ársins 2021 og 377.624.620 í landgreiðslustyrki, sem gera alls 757.249.371 kr.
Meira

Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Líkt og undanfarin 16 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu og er biðlað til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil á Húni.is.
Meira

Matgæðingur vikunnar - kjúklingabringur og banana - döðlubrauð

Matgæðingurinn í fyrsta tbl. ársins er Erna María Jensdóttir, frá Gili í Skagafirði, sem býr ásamt eiginmanni sínum og þrem börnum í Keflavík. Erna er önnum kafin þessa dagana því hún er á lokametrunum í mastersnámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands.
Meira