A-Húnavatnssýsla

Flugmaður steig of harkalega á bremsu

Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar sem hvolfdi við Blönduósflugvöll 4. maí sl. steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig með fyrrgreindum afleiðingum í lendingarbruni á grasi utan flugbrautar. Í frétt á Vísi.is segir að þetta sé niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt 31. desember 2021. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinnien skemmdir á henni voru minniháttar.
Meira

Árið 2021: Lífið er hverfult og morgundagurinn allt annað en sjálfsagður!

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Ránarbrautinni á Skagaströnd gerir nú upp árið. Hún er skólastjóri, organisti, tónlistarkona, starfsmaður útfararþjónustu o.s.frv. Hún er bogmaður og lýsir árinu sem skrítnu, skemmtilegu og erfiðu.
Meira

Acai verður áfram með Kormáki Hvöt

Acai Nauset Elvira Rodriguez, einn allra mikilvægasti leikmaður Kormáks Hvatar úr uppferðarsumrinu 2021 hefur gert samkomulag um að spila áfram með liðinu sumarið 2022. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í áttina að því að tryggja að mikilvægustu púslin taki sér stöðu og geri sig klár í þeirri spennandi baráttu sem er framundan í 3. deild.
Meira

Nú árið er liðið

Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er.
Meira

Árið 2021: Á heimsvísu stendur Jurgen Klopp upp úr!

Áskell Heiðar Ásgeirsson svarar í dag ársuppgjörinu í Feyki. Kappinn býr í Túnahverfinu á Króknum og er framkvæmdastjóri 1238 : Baráttan um Ísland auk þess sem hann er stundakennari við Háskólann á Hólum og Bræðslustjóri og þá er nú sennilega ekki allt upp talið. Hann notar þessi þrjú orð til að lýsa árinu 2021: „Skin og skúrir.“
Meira

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samveruna á því liðna. Megi guð og gæfa fylgja ykkur á nýju ári.
Meira

Flugeldasýningar víða á Norðurlandi vestra

Það eru bara nokkrir tímar eftir af árinu 2021 en að þessu sinni mun gamla árið víðast hvar verða sprengt í loft upp með flugeldasýningum. Á Blönduósi verður þó kveikt í brennu en hún verður minni í sniðum en undanfarin ár og ekki ætlast til að fólk sæki þann viðburð.
Meira

Árið 2021: „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“

Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga manni sínum og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“
Meira

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.
Meira

Covid sýnatökur um áramót

Opnunartími í Covid sýnatökur verður rýmkaður yfir áramótin á nokkrum starfsstöðvum HSN og þannig mögulegt að fara í hraðpróf á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki á gamlársdag og PCR próf sama dag auk 1. og 2. janúar.
Meira