Flugmaður steig of harkalega á bremsu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
03.01.2022
kl. 09.01
Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar sem hvolfdi við Blönduósflugvöll 4. maí sl. steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig með fyrrgreindum afleiðingum í lendingarbruni á grasi utan flugbrautar. Í frétt á Vísi.is segir að þetta sé niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt 31. desember 2021. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinnien skemmdir á henni voru minniháttar.
Meira