A-Húnavatnssýsla

Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg

Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á sölunni á Íslandsbanka. Fármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni.
Meira

Fundur aðgerðastjórnenda á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórnendur á Norðurlandi vestra hittust á Sauðárkróki seinnipart 5. maí síðastliðinn. Á fundinn mættu tuttugu manns frá björgunarsveitum, slökkviliðum, Rauða krossinum og lögreglu. Markmið fundarins var að efla samstarf á milli viðbragðsaðila á svæðinu.
Meira

Sigurður Ingi hefur tekið á móti nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur veitt nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra viðtöku. Í frétt á vef SSNV segir að í áætluninni séu teknar saman helstu áherslur landshlutans hvað samgöngu- og innviðamál varðar og er áætlunin uppfærð útgáfa fyrri áætlunar sem samþykkt var árið 2019.
Meira

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum.
Meira

Auðveldar okkur vinnuna, segir Guðmundur Haukur um kaup ríkisins á stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar

Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að með kaupum á fasteigninni verði hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslumannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar.
Meira

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, á varpar alþingismenn og íslensku þjóðina

Á morgun, föstudaginn 6. maí kl. 14, mun Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum.
Meira

Fjórða bólusetning í boði fyrir 80 ára og eldri

Einstaklingar 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.
Meira

Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra? – Leiðari Feykis

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og framboðin öll loksins komin undan feldi til að kynna sín stefnumál. Allir eru með bestu stefnumálin og mörg þeirra sem hníga í sömu átt enda vilja allir sínu samfélagi það besta en íbúar klóra sér í höfðinu og íhuga hverja eigi að velja til forystu.
Meira

Mesta hlutfallslega fækkun íbúa á Norðurlandi vestra

„Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 668 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. maí 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 273 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 59 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 402 íbúa eða um 2%,“ segir í frétt a heimasíðu Þjóðskrár. Á Norðurlandi vestra fjölgaði í einu sveitarfélagi.
Meira

Mikið um dýrðir á Skúnaskralli

Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall sem haldin er í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra stendur nú yfir en ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir prýða dagskrá hátíðarinnar. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
Meira