A-Húnavatnssýsla

Nemendur Höfðaskóla tóku við viðurkenningu frá forseta Íslands

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi, en nemendur, foreldrar, ættingjar og velunnarar skólans lásu af miklum móð. Höfðaskóli sigraði mikinn slag við Öxafjarðarskóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi.
Meira

„Það byrjaði einhver prjónabylgja og maður hoppaði bara með á vagninn“

Hugrún Líf Magnúsdóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, honum Birgi Knút, og tveimur börnum, Aran Leví og litlu stelpunni þeirra, Amalíu Eldey, sem fæddist 3. ágúst síðastliðinn.
Meira

Sr. Edda Hlíf sett í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli

Nú sunnudaginn 20. mars verður sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir sett inn í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli. Ífrétt á Húnahorninu segir að valnefnd Þingeyraklaustursprestakall hafi kosið Eddu Hlíf sem sóknarprest í síðasta mánuði og staðfesti biskup Íslands ráðninguna en alls sóttu fimm um sóknarprestsstarfið. Athöfnin fer fram í Blönduóskirkju klukkan 17.
Meira

Beikonvafinn þorskur og eðal Royalbúðingur

Matgæðingur vikunnar í tbl 26, 2021, var Ásdís Ýr Arnardóttir en hún er Blönduósingur í húð og hár. Ásdís starfar sem kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og er að læra fjölskylduráðgjöf. Hún á tvær stelpur og er forfallinn fjallafíkill. „Eitt sinn var mér sagt að allar bitrar einhleypar konu færu á fjöll og svei mér þá, mig langaði í þann hóp og sé sko alls ekki eftir því. Landið okkar er svo dásamlega fallegt og náttúran er svo nærandi fyrir líkama og sál,“ segir Ásdís.
Meira

Það stefnir í fótbolta um helgina

Það er bikarhelgi í körfunni og Tindastólsmenn hvíla því. Það stefnir aftur á móti í mikla fótboltahelgi því á morgun, laugardag, eiga Stólastúlkur heimaleik gegn liði Stjörnunnar í Lengjubikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00. Strax í kjölfarið, eða kl. 16:00, á svo sameinaður 3. flokkur Tindastóls / Hvatar / Kormáks leik gegn Aftureldingu.
Meira

Veist þú um ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni?

Núna reynir á mátt Facebook, segir á síðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en þar er verið að setja saman litla sýningu um sögu Tunguness bæjarins og Austur-Húnavatnssýslu. „Okkur vantar ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni. Ef einhver ykkar á ljósmyndir af þeim feðgum væri frábært ef þið hefðuð samband við okkur á safninu,“ segir í færslunni.
Meira

FNV áfram á lista yfir fyrirmyndarstofnanir

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu – hefur kynnt úrslit í vali á fyrirmyndarstofnun ársins 2021. Ein stofnun á Norðurlandi vestra komst á lista yfir slíkar stofnanir í flokki ríkis- og sjálfseignarstofnana en það var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem hafnaði í fjórða sæti yfir fyrirmyndarstofnanir með 40-89 starfsmenn.
Meira

Mikið stuð í Stólnum um helgina!

Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi? Já, Tindastuð verður haldið öðru sinni á skíðasvæðinu í Tindastólnum nú á laugardaginn en viðburðurinn var fyrst haldinn síðasta vetur og heppnaðist þá vonum framar. Ekki er annað að sjá í veðurkortunum en að nóg ætti að verða af snjó á svæðinu, spáð er hita um frostmark og vindi um 2-3 metrana. Er hægt að óska sér að hafa þetta betra?
Meira

Guðmundur Haukur skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðismanna og óháðra

Nú eru rétt um átta vikur í að sveitarstjórnarkosningar fari fram en þær verða 14. maí næstkomandi. Húnahornið segir af því að fundur var haldinn 15. mars hjá sjálfstæðismönnum og óháðum á Blönduósi og Húnavatnshreppi. Uppstillinganefnd lagði fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2022 sem var samþykkt samhljóða og skipar Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar á Blönduósi og framkvæmdastjóri, efsta sæti listans.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Fiski taco og kókosbollumarengs

Matgæðingur vikunnar er Vala Frímansdóttir sem er fædd og uppalin á Króknum. Vala er gift Sigurbirni Gunnarssyni og eru þau búsett á Akureyri og eiga saman þrjú börn. Vala er geislafræðingur og vinnur á myndgreiningardeild SAk.
Meira