Íbúafundir á Blönduósi og í Húnavallaskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.02.2022
kl. 10.28
Samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps boðar til tveggja íbúafunda fimmtudaginn 3. febrúar. Fyrri fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 en sá síðari í Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi kl. 20:00. Á fundunum verður kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar.
Meira