Nemendur Höfðaskóla tóku við viðurkenningu frá forseta Íslands
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
20.03.2022
kl. 15.20
Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi, en nemendur, foreldrar, ættingjar og velunnarar skólans lásu af miklum móð. Höfðaskóli sigraði mikinn slag við Öxafjarðarskóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi.
Meira
