Bjarni Jóns berst fyrir bundnu slitlagi á Blönduósflugvöll
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.12.2021
kl. 09.56
Húnahornið greinir frá því að Blönduósflugvöll hafi borið á góma á Alþingi í gær. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi minnti þá á mikilvægi vallarins fyrir sjúkraflug og benti á að ekki væri búið að ljúka því verki sem byrjað var á til að hann geti gegnt öryggishlutverki sínu fyrir svæðið. Vísaði Bjarni til þess að ljúka þyrfti lagningu bundins slitlags á völlinn og að slík framkvæmd gæti kostað 40-70 milljónir króna. Skoraði hann á samgönguyfirvöld að sjá til þess að það yrði gert.
Meira