Vel heppnuð uppskeruhátíð Matsjárinnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
13.04.2022
kl. 11.05
Í fyrstu viku aprílmánaðar var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar sem fór fram á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna masterclass-námskeiðs sem fór af stað í byrjun ársins. Í frétt á vef SSNV segir að á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmætasköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu, auka sölutekjur og sjálfbærni í rekstri.
Meira
