Garðfuglahelgin að vetri hefst á föstudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.01.2022
kl. 13.32
Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og segir á heimasíðu hennar að venjulega sé um síðustu helgina í janúar að ræða. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla, eftir því sem fram kemur á fuglavernd.is. „Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.“
Meira