A-Húnavatnssýsla

Appelsínugul viðvörun í dag - og ekkert ferðaveður

Gul og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á landinu vegna mjög djúprar lægðar sem væntanleg er inn á Grænlandshaf í dag og mun senda skil yfir landið með stormi eða roki, talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll á Ströndum og Norðurlandi vestra, staðbundið yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.
Meira

Komst á hljóðbókalestina og er nú óstöðvandi í að hlusta

Á bænum Skriðulandi í Langadal býr bóndinn Magnea Jóna Pálmadóttir ásamt eiginmanni sínum, Halldóri BjartmariHalldórssyni en saman eiga þau fimm syni; Einar Pálma 16 ára, Björn Óskar 12, Ragnar Ara 11, Angantý Svan 9 og Helga Mar 5 ára. Magnea er 1982 árgangur og fædd og uppalin í Skagafirðinum, dóttir Pálma heitins Ragnarssonar og Ásu Jakobs í Garðakoti í Hólahreppi hinum forna en Magnea færði sig um set, 17–18 ára gömul, yfir í Húnavatnssýsluna.
Meira

Katla er afskaplega lítil, ljúf og góð

Á Ríp í Hegranesinu í Skagafirði búa systkinin Þórður Bragi og Fanndís Vala. Foreldrar þeirra eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir og eiga þau lítinn bróður sem heitir Kristófer Elmar. Þau ætla að segja okkur frá uppáhalds hestinum sínum henni Kötlu.
Meira

Bæði norðanliðin nokkuð sátt þrátt fyrir töp

Leikið var í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag en fyrst voru það Stólastúlkur sem mættu liði Selfoss og síðan voru það kapparnir í Kormáki Hvöt sem tókust á við lið Hauka úr Hafnarfirði. Bæði norðanliðin urðu að sætta sig við naumt tap í hörkuleikjum.
Meira

Saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt

Jóna Halldóra Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal en býr á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur langömmubörn.
Meira

Grillaður kjúklingabringuborgari og heit eplakaka

Matgæðingur í tbl 25, 2021, var Valgerður Karlotta Sverrisdóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr í dag í Reykjavík. Þangað flutti hún árið 1996 og er gift tveggja barna móðir. Hún á þau Sverri Má, 16 ára sem byrjaði í framhaldsskóla síðasta haust, og Filippíu Huld, sem verður 21 árs í haust og er nemandi við HÍ að læra ensku. Valgerður menntaði sig sem kjólasvein en hefur unnið á lögfræðistofu í 15 ár en passar sig á að njóta lífsins.
Meira

5G er komið í þéttbýli Blönduóss

„5G er komið í þéttbýli Blönduóss,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins en þeir sem eru með nýjustu útgáfu símtækja frá Apple, Samsung og Nokia geta nú loksins tengst því kerfi. Fyrstu 5G sendar Símans fóru í loftið á dögunum en um er að ræða 30 senda frá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og eru þeir flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafa verið settir upp sendar á Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Blönduósi.
Meira

Listaháskólanemar heimsóttu TextílLab á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands fékk fína heimsókn í byrjun mars þegar nemendur á öðru ári í vöruhönnun í Listaháskólanum komu í vettvangsferð í TextílLab – stafrænu textílsmiðjuna í Textílmiðstöðinni á Blönduósi. Fengu þau kynningu á starfseminni sem þar fer fram en TextílLab er rými sem útbúið er stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Beikonvafinn skötuselur og súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar er Ragnar Helgason, fjármálaráðgjafi einstaklinga hjá Arion banka á Sauðárkróki. Ragnar er giftur Erlu Hrund Þórarinsdóttur, sérfræðingi í fjármálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, en saman eiga þau synina Mími Orra, Rökkva Rafn og Hugin Frey. Ragnar ólst upp í Varmahlíð, bjó um tíma í Reykjavík en flutti svo á Krókinn fyrir sex árum síðan og hér vill fjölskyldan vera.
Meira

Ólöf Lovísa ráðin atvinnuráðgjafi hjá SSNV

Á dögunum auglýsti SSNV eftir atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun og bárust alls 20 umsóknir um starfið. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að úrvinnslu umsókna sé lokið og var Skagfirðingurinn Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir ráðin í starfið.
Meira