A-Húnavatnssýsla

Arnar, Málmey og Drangey landa á Króknum

Á vef Fisk Seafood segir af því að frystitogarinn Arnar HU1 sé á leið til hafnar á Sauðárkróki en aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó. Þar af um 736 tonnum af þorski en aflaverðmæti er um 465 milljónir.
Meira

Gult ástand, lélegt skyggni og versnandi akstursskilyrði

Enn ein lægðin er mætt á svæðið með hríðarveðri um allt land í dag og fram á nótt og hefur Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir sem þegar hafa tekið gildi á flestum svæðum. Í athugasemd veðurfræðings segir að varasamt ferðaveður verði ríkjandi og hefur veginum yfir Holtavörðu nú verið lokað. Snjóþekja eða hálka er á nokkrum leiðum Norðvestanlands en greiðfært víða.
Meira

Fleiri kosningaeinvígi takk! :: Leiðari Feykis

Jæja, nú er loksins búið að velja framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópu, Eurovision, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu um miðjan maí. Eins og allir, og amma hans, vita kepptu fimm lög á úrslitakvöldi söngvakeppni Sjónvarpsins sl. laugardagskvöld en tvö stigahæstu úr fyrri kosningu komust í úrslitaeinvígið. Lagið Með hækkandi sól í flutningi systranna Sigríðar, Elísabetar og Elínar Eyþórsdætra, fékk flest atkvæði kjósenda en Reykjavíkurdætur enduðu í öðru sæti keppninnar með lagið Turn this around.
Meira

Og hvað á sveitarfélagið að heita?

Eins og alkunna er þá ákvöðu fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra að sameinast í tvö í kosningum sem fram fóru 19. febrúar sl. Nú hafa sveitarfélögin sett saman undirbúningsnefndir en eitt mál er kannski eitthvað sem íbúar hafa almennt hvað mestan áhuga á. Nefnilega; hvað á nýja sveitarfélagið að heita? Söfnun hugmynda um nafn á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps er hafin en lítil umræða hefur verið um nafn á nýtt sveitarfélag í Skagafirði og má kannski leiða líkum að því að það fái einfaldlega nafnið Skagafjörður.
Meira

Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs :: Greta Clough skrifar

Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlandseyjum samanlagt.
Meira

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm

Í upphafi vikunnar kynnti, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, nýtt upprunamerki, Íslenskt staðfest, sem á við um vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkinu er ætlað að auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt.
Meira

Mikið fjör í Síkinu á laugardaginn

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn sl. þegar um 80 krakkar á aldrinum 6-9 ára kepptu í körfubolta þar sem áhersla var lögð á að hafa gaman því engin stig voru talin og allir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Meira

Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands

Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu.
Meira

Krakkar af Norðurlandi vestra stóðu sig afar vel á MÍ um helgina

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Um 250 krakkar voru skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu og þ.á.m. margir af Norðurlandi vestra. Keppt var í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki og fór svo að HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða á mótinu með 543,5 stig og sigruðu þau stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 12 gull, 12 silfur og 12 bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 518,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 417 stig.
Meira

Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi

Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða.
Meira