A-Húnavatnssýsla

„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“

Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira

H-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi í Austur-Hún

Það er orðið kristaltært að íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar geta í það minnsta valið milli tveggja lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þegar hafði D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra verið kynntur til sögunnar og nú í vikunni bættist H-listinn í pottinn en það er Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, núverandi oddviti Húnavatnshrepps, sem leiðir listann.
Meira

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira

Þórarinn í Öldunni sækist eftir formennsku í Starfsgreinasambandinu

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands, nú þegar Björn Snæbjörnsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þórarinn segir Björn hafa reynst farsæll formaður og tekist að halda góðum friði og starfsanda innan sambandsins í sinni formannstíð.
Meira

Rúmar 20 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 285 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2022 alls upp á ríflega 1,2 milljarða króna en einungis var úthlutað fjórðungi þeirrar upphæðar eða 300 milljónir til 242 umsókna sem hlutu náð fyrir augum matsnefndar. Nokkur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki upp á rúmar 20 milljónir.
Meira

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson endurkjörinn formaður Framsóknar

Kosning til forystu Framsóknar fór fram í gær á fjölmennu flokksþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir fengu endurnýjað umboð með afgerandi kosningu. Sigurður Ingi hlaut 98,63% atkvæða til formanns Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns.
Meira

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira