A-Húnavatnssýsla

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra virkjuð

Á dögunum var virkjuð í fyrsta sinn samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, en sveitarfélög umdæmisins eru sjö talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu embættisins.
Meira

Að vera sjálfum sér trúr :: Áskorandapenninn Jóhannes Torfason Torfalæk A-Hún.

Það er auðvelt að lifa hátíðardaginn en tekur á að lifa hvernsdaginn, þó er hann mjög mikilvægur, á honum gerast hlutirnir. Nú lifum við vikur þar sem gylliboðin fylla flesta miðla sem ná til okkar, boð sem flestir sem þau senda vita að eru tál. Blessunarlega er hægt að slökkva á flestum miðlum og ég segi oft að þögnin sé besta útvarpsefnið.
Meira

1.796 laxar veiddust í Miðfjarðará

Á Húnahorninu segir af því að laxveiðitímabilinu sé nú lokið í flestum ám landsins þetta sumarið. Í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum veiddust samtals 4.550 laxar og er það 156 löxum meira en í fyrra þegar 4.394 laxar veiddust.
Meira

Þrennt skipað í samstarfsnefnd í Húnavatnshreppi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur skipað þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
Meira

Unnur Þöll Benediktsdóttir nýr formaður SUF

46. Sambandsþing SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) var haldið um helgina á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í Alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosningar. Hæst bar til tíðinda að nýr formaður tók við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, sem nú er orðin Þingmaður Framsóknar.
Meira

Fleiri minkar veiddir í ár í Húnavatnshreppi

Á heimasíðu Húnavatnshrepps eru birtar upplýsingar um refa- og minkaveiði innan Húnavatnshrepps, síðasta veiðitímabil sem telst frá 1. september 2020 til og með 31. ágúst sl.
Meira

Auglýst eftir fulltrúum á nýja skrifstofu skipulags- og byggingamála í Húnavatnssýslum

Laus eru til umsóknar embætti byggingafulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum auk annarra starfa á skrifstofunum tveimur en á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöðvarnar verði á Hvammstanga og Blönduósi.
Meira

Nördamoli Byggðastofnunar um ferðalög íþróttaliða

„Íslandsmótið í knattspyrnu var háð í sumar eins og undanfarin rúmlega hundrað ár. Að horfa á einn fótboltaleik er góð skemmtun sem tekur kannski tvo tíma með öllu fyrir okkur áhorfendur. Fyrir leikmenn og starfsmenn leiksins tekur þetta mun lengri tíma eins og gefur að skilja,“ segir í færslu Byggðastofnunar frá því fyrir helgi þar sem ferðalög meistaraflokka karla og kvenna eru tekin fyrir með skemmtilegum hætti.
Meira

Mikil ásókn í íbúðarhúsnæði á Skagaströnd

Vefur RÚV segir frá því að húsnæðisskortur standi íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum en þar sé mikil ásókn í íbúðarhúsnæði en ekkert laust. Í nýlega birtri húsnæðisáætlunkemur meðal annars fram að þar þurfi að byggja 2-4 íbúðir á ári fram til ársins 2026 til að uppfylla þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði og koma á nauðsynlegu jafnvægi.
Meira

Yfirlýsing stjórnar Miðflokksins

Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins nú strax að loknum kosningum og áður en þing hefur verið sett. Brotthvarf þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosningabaráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði.
Meira