A-Húnavatnssýsla

Selma lýsti hvernig tekist hefði verið á við smit í skóla í Skagafirði

Alls greindust 1.488 smit innanlands í gær og hefur aðeins einu sinni áður greinst fleiri smit á einum sólarhring frá því að Covid-faraldurinn blossaði upp fyrir tæpum tveimur árum. Nú eru um 6% þjóðarinnar ýmist í einangrun eða sóttkví en góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir fjölmörg smit dregur úr fjölda þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar en fram kom í máli Þórólfs sóttvarnalæknis að hann vilji nú milda aðgerðir en þó án þess að taka áhættu. 
Meira

Einar Ísfjörð, Jón Gísli og Sigurður Pétur til reynslu hjá Örgryte

Þessa dagana eru þrír leikmenn Tindastóls á reynslu hjá sænska liðinu Örgryte IS sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson (2005), Jón Gísli Stefánsson (2004) og Sigurður Pétur Stefánsson (2003) en þeir hafa allir nýverið skrifað undir tveggja ára samning við Tindastól í fótboltanum. Þeir munu æfa með U19 ára liði Örgryte, mæta á sem æfingar og spila 1 æfingaleik.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Rissoles (kjötbollur) og Anzac kaka

Matgæðingur í tbl. 2 í ár er Björg Árdís Kristjánsdóttir og er hún uppalin á Króknum. Björg býr núna í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt manninum sínum, Andrew Osborne frá Adelaide í Ástralíu, ásamt tveim börnum, Isobel Soleyju, þriggja ára og Patreki Ara sem verður tveggja ára í byrjun mars.
Meira

Kosningar hafnar um sameiningar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, sem fram fara laugardaginn 19. febrúar nk. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins á Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33 og á Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, alla virka daga frá klukkan 9 til 15.
Meira

Listamenn lýsa um helgina upp skammdegið á Skagaströnd

Á Facebook-síðu Nes listamiðstöðvar segir að á íslenskum vetrum eru dagarnir stuttir og næturnar langar. „Eftir að ljósaflóð jólanna er liðið hjá getur janúar virst vera dimmasti mánuður ársins og við þráum öll langa sólríka daga,“ segir í tilkynningu á síðunni og til að bjóða bjartara og skærara 2022 velkomið þá mun Nes listamiðstöð lýsa upp Skagaströnd með þátttöku listamanna sem munu búa til allskonar listaverk með lýsingu. Það verður gert með því að nota LED ljós til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd og með listagöngu fyrir íbúa Norðurlands vestra 22. og 23. janúar 2022 frá kl. 18.00–21.30.
Meira

Dagur fyrirtækja á landsbyggðinni á morgun

Á morgun 19. janúar stendur SSNV (Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki (e. #ruralbusiness day) í samstarfi við Digi2Market. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem eiga stóran þátt í að styðja við og byggja upp samfélögin í hinum dreifðari byggðum, eftir því sem kemur fram í tilkynningu samtakanna, en með því að taka þátt í deginum fá fyrirtæki í landsbyggðunum aukinn sýnilega, fá tækifæri til að vaxa, styrkir viðskiptatengsl þeirra út um Evrópu.
Meira

Lið FNV aftur úr leik í Gettu betur – eða þannig

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hélt áfram á öldum ljósvakans í gærkvöldi og þrátt fyrir tap í fyrstu umferð fékk keppnislið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra annað tækifæri í gærkvöldi þar sem liðið komst áfram sem stigahæsta tapliðið eftir fína frammistöðu gegn öflugu liði Tækniskólans. Andstæðingurinn í gær var sprækt lið Fjölbrautaskóla Vesturlands og í húfi var sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Meira

Hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé er fundin

Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri, eftir því sem kom fram á rafrænum fundi sem haldinn var nú fyrir hádegi af hópi sem hefur verið að rannsaka þessi mál sl. ár.
Meira

Lið FNV ætlar að geta enn betur í kvöld

16 liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast í kvöld og verða þau í beinni útsendingu á Rás 2 og vef RÚV. Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komst í 16 liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tækniskólanum í síðustu viku en ekkert tapliðanna fékk fleiri stig en FNV og hlaut liðið því lausa sætið í 16 liða úrslitum. FNV mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands í kvöld kl. 20 og verður hægt að hlusta á keppnina í beinu streymi á vef RÚV og einnig á Rás2.
Meira

Gul veðurviðvörun fyrir mánudaginn

Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu vestanlands og hvassviðri eða stormi norðantil á landinu á morgun, mánudag, og hefur verið skellt í gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hitinn fer í 6-7 stig í nótt, spáð er rigningu á Norðurlandi vestra og hvessir talsvert þegar líður á morguninn.
Meira