A-Húnavatnssýsla

Starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og auglýsir Matvælastofnun eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstakling í starfið. Samkvæmt því sem fram kemur á Starfatorgi er um fullt starf að ræða með áherslu á stjórnun og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Sérfræðingar í stafrænum lausnum með erindi á lokaráðstefnu Digi2market

Evrópskir sérfræðingar í stafrænum lausnum eins og sýndarveruleika, viðbættum veruleika og 360° myndböndum, verða með erindi á rafrænni lokaráðstefnu Digi2market þann 26. og 27. janúar nk. Verkefnið stuðlar að notkun á stafrænum lausnum til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki að ná til stærri markhópa. Ráðstefnan býður upp á innsýn í hvernig hægt er að nýta þessa tækni.
Meira

Landsnet gerir nú ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um Kiðaskarð

Gert er ráð fyrir breyttri legu Blöndulínu 3 sem þvera á framhérað Skagafjarðar í umhverfismatsskýrslu sem Landsnet vinnur nú að . Fallið er frá því að fara með línuna yfir Vatnsskarð, eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, en þess í stað farin svokölluð Kiðaskarðsleið.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri í dag og á morgun en gefnar hafa verið út gul og appelsínugul viðvörun vestan og norðanlands. „Sunnan 15-25 m/s og rigning, hvassast norðan heiða, en síðan suðvestan 15-23 og él S- og V-til. Kólnandi, hiti víða 1 til 5 stig síðdegis. Suðvestan stormur eða rok og rigning eða snjókoma um tíma í kvöld,“ segir í spá dagsins.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar hvetur Svandísi til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði strandveiðikvóta

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær var tekin fyrir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 21. desember þar sem skerða á þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Var þessu mótmælt í bókun sveitarstjórnarinnar og á það bent að umtalsverð nýliðun hafi átt sér stað innan smábátaútgerðar á Skagaströnd á undanförnum árum sem tengja má beint við strandveiðikerfið.
Meira

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021 og bárust umsóknir í sjóðinn upp á rétt tæpar 200 milljónir að þessu sinni. Í dag fengu 78 umsóknir brautargengi að samtals upphæð rúmar 77 milljónir. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 24 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 54 umsóknir með tæpum 37 millj. kr.
Meira

Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis

Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kalt nautakjöt í japönskum stíl og humarhalar

Matgæðingur í tbl 3 er Sandra Gestsdóttir frá Tröð í Skagafirði. Sandra býr í Hafnafirði ásamt eiginmanni og þremur dætrum. Sandra er lyfja- og líftæknifræðingur og vinnur hjá þróunardeildinni hjá Össuri ehf.
Meira

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar fagnar fundi á ARR í íslenska sauðfjárstofninum

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar má finna tilkynningu frá landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fagnað þeim tímamótum að fundist hafi arfgerð (ARR) í íslenska sauðfjárstofninum sem hefur ónæmi fyrir riðusmiti.
Meira