A-Húnavatnssýsla

Valli spáir áfram sól í Húnabyggð

Nú undir kvöld var fundað í Félagsheimilinu á Blönduósi varðandi mögulega uppbyggingu á Flúðabakkasvæðinu en þar er stefnt á að byggja íbúðir fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnabyggð. Samkvæmt upplýsingum Feykis var frábær mæting á fundinn og alls konar hugmyndir ræddar, eins og stærð íbúða og hvort fólk vildi bílskúra og annað í þeim dúr. Voru íbúar auðsjáanlega spenntir að sjá hvernig mál muni þróast en vonir standa til þess að fyrstu íbúðir verði tilbúnar í haust.
Meira

Alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla

Feykir rakst á skemmtilegar myndir frá heimsókn yngstu nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd í hesthús til Fjólu kennara í byrjun árs. „Það var ansi glatt á hjalla bæði hjá nemendum og fjórfætlingum,“ segir í frétt á vef skólans og svo segir; „Það er þakkarvert þegar hestaeigendur eru tilbúnir að taka á móti börnum og leyfa þeim að njóta nálægðar við dýrin.“
Meira

Nýr umsjónaraðili Málmeyjar í Skagafirði valinn

Skagafjörður auglýsti eftir nýjum umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði á haustdögum. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Á fund Byggðarráðs komu fulltrúar úr hópi þriggja umsækjenda um umsjónarmannastöðu um Málmey á Skagafirði, sem byggðarráð boðaði til að veita nánari upplýsingar um umsóknir hlutaðeigandi.
Meira

Fundartíminn færður fram til 18 í dag

Í dag, fimmtudaginn 18. janúar klukkan 18:00, verður haldinn opinn fundur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem forsvarsfólk Flúðabakkaverkefnisins mun koma í heimsókn og kynna fyrirhugað verkefni. Á dögunum skrifaði Húnabyggð undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu átta íbúða við Flúðabakka.
Meira

Frábær þátttaka á námskeiði í grúski

Feykir sagði fyrir skemmstu frá skemmtilegu námskeiði í grúski sem framundan væri hjá Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Gaman er að segja frá því að frábær þátttaka er á þessu bráðsniðuga námskeiði sem söfnin standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir.
Meira

Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 377. fundi sínum þann 11. janúar 2024 framlengingu heimildar til niðurfellingar gatnagerðagjalda nokkurra íbúðarhúsalóða á Hvammstanga og Laugarbakka.
Meira

Endurbygging Ásgarðs í Skagastrandarhöfn

Á vefsíðu Sveitarfélags Skagastrandar kemur fram að þann 15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Meira

Nú er frost á fróni, frýs í...

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Meira

Unnið að borun á 1.200 m vinnsluholu að Reykjum

RARIK var með níu jarðstrengsverkefni með samtals 123 km af strengjum á Norðurlandi á síðasta ári en þetta kemur fram í yfirferð um verkefni ársins 2023 á heimasíðu RARIK. Sjö verkefnum er þegar lokið en þar af voru þrjú hér á Norðurlandi vestra; í Hrútafirði, Miðfirði og Fitjárdal.
Meira

Það hvessir og spáð er lítilsháttar snjókomu

Eftir stillt veður síðustu daga snýr veturkonungur aðeins upp á sig í nótt og á morgun. Spáð er 10-18 m/sek á morgun og ef nebba er stungið út fyrir dyrakarm má berlega finna að blástur er þegar hafinn. Norðanáttinni fylgir lítilsháttar snjókoma á svæðinu en bæði vindur og éljagangur gengur niður á miðvikudagsmorgni.
Meira