Verkefnið sýnir mikilvægi þess fyrir allan sjávarútvegsgeirann að nýta hliðarafurðir á sjálfbæran hátt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2024
kl. 08.12
Fiskifréttir Viðskiptablaðsins sögðu frá því í byrjun desember að nýlega birtist grein í vísindatímaritinu Marine Drugs eftir starfsfólk BioPol og Háskólans á Akureyri um þróun aðferða til að hámarka nýtingu á kollageni úr grásleppuhvelju. Framkvæmdastjóri Biopol, segir þarna vera möguleg tækifæri til vinnslu. Fyrirtæki í Póllandi er nú með heit- og kaldreykta grásleppu héðan til skoðunar.
Meira