A-Húnavatnssýsla

Íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi heimil með skilyrðum : Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun

Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun, þriðjudaginn 20. október, hafa verið staðfestar og verið birtar í Stjórnartíðindum í dag. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Allt að 50 einstaklingum er heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ en áhorfendur bannaðir.
Meira

Engin smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá aðgerðar­stjórn al­manna­varna á Norðurlandi vestra að eng­inn er nú í ein­angr­un eða sótt­kví á svæðinu. „Hún er ein­stak­lega ánægju­leg tafl­an okk­ar í dag. Höld­um vöku okk­ar, sinn­um okk­ar per­sónu­lega sótt­vörn­um og sam­an kom­umst við í gegn­um þetta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.
Meira

Gangnamannamaturinn

Það er bóndinn og ráðunauturinn Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu sem var matgæðingurinn í tbl 37 en það var hún Ragnheiður Jóna sveitarstjóri Húnaþings vestra sem skoraði á hana að taka við af sér.
Meira

Listaverkið var 26 ár utan á húsnæði FISK Seafood!

Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Meira

Síðasti séns að styrkja sitt félag gegnum Sportpakka Stöðvar 2

Áskrifendur Sportpakka Stöðvar 2 geta látið 1.078 kr. renna mánaðarlega til styrktar síns íþróttafélags gegn bindingu áskriftar að sjónvarpsrásinni til 1. júní 2021 en hægt er að velja það íþróttafélag sem hver og einn vill styrkja en áskrift kostar 3.990 kr. á mánuði. Tilboðið rennur út í dag.
Meira

3,1% atvinnuleysi á Norðurlandi vestra í september

Húnahornið segir frá því að skráð atvinnuleysi í almenna bótakerfinu í september hafi verið minnst á Norðurlandi vestra eða 3,1% samkvæmt nýju yfirliti Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi á landinu öllu var 9,0% í september sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.
Meira

FNV fær titilinn Fyrirmyndarstofnun 2020

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í 3. sæti í könnun Sameykis á Fyrirmyndarstofnunum árið 2020 í flokknum Stofnun ársins með 50 starfsmenn eða fleiri. Skólinn hlýtur fyrir vikið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Fram kemur á heimasíðu FNV að starfsfólk skólans sé „soldið pínu stolt“ eins og sagt er upp á hreinræktaða króksku.
Meira

Ungt Framsóknarfólk styður forsætisráðherra Finnlands vegna fatavals

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sem núna sætir mikilli gagnrýni þar sem hún er sökuð um að hafa ekki hegðað sér í samræmi við embættið. Segir í tilkynningu SUF að margur gæti haldið að gagnrýnin stafi af brotlegri hegðun hennar í starfi, óviðeigandi ummæla eða illa unnum störfum en svo er ekki raunin.
Meira

Smituðum fækkar á Norðurlandi vestra

Alls voru skráð 81 innanlandssmit sl. sólarhring og sitja nú alls 1.170 í einangrun vegna Covid-19 og 3.035 í sóttkví. Á Norðurlandi vestra greindist ekkert smit og fækkaði um einn í einangrun og þrjá í sóttkví frá síðustu færslu aðgerðarstjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra er aðeins einn í einangrun, sem er náttúrulega einum of mikið, og tveir í sóttkví og segir í færslu aðgerðarstjórnarinnar vonast sé að gengið á svæðinu muni halda áfram á þann veg. „Það er ljóst að samtaka getum við það. Munum sóttvarnaráðin!“
Meira

Leggja fram sambærilega þingsályktunartillögu og Stefán Guðmundsson gerði fyrir hartnær 30 árum

Þingflokkur Pírata og Framsóknarþingmennirnir Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir kalla eftir því að Ísland setji sér, í fyrsta sinn í sögunni, opinbera iðnaðarstefnu. Að þeirra mati má aukin áhersla á nýsköpun, loftslagsmál, sjálfbærni og framleiðni sín lítils án slíkrar stefnu til framtíðar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, mælti fyrir þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag.
Meira