A-Húnavatnssýsla

Fólk smitast ekki af riðu í sauðfé svo vitað sé

Matvælastofnun hefur að gefnu tilefni vakið athygli á því að riða í sauðfé smitast ekki í fólk, eins og fram kemur á upplýsingasíðu um riðuveiki á vef stofnunarinnar. Þar eru m.a. upplýsingar um eðli smitefnisins, einkenni veikinnar, smitleiðir og til hvaða aðgerða er gripið þegar smit greinist. Þar kemur fram að engar vísbendingar séu um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé.
Meira

Segja Kjalveg illa farinn á stórum köflum

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hafi miklar áhyggjur af ástandi Kjalvegar og skorar á Vegagerðina að ráðast í undirbúningsaðgerðir til að bæta ástand vegarins. Í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í vikunni segir að vegurinn sé á stórum köflum niðurgrafinn sem geri það að verkum að vatn renni eftir veginum sem hafi þær afleiðingar að allt efni sé farið úr honum.
Meira

Daði í Júró og engin Söngvakeppni á næsta ári

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. „Okkur fannst það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
Meira

14 Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019 og er það í ellefta sinn sem fyrirtækjum er veitt sú viðurkenning. Í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi og fækkar þeim lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Fjórtán fyrirtæki á Norðurlandi vestra komast á lista Creditinfo að þessu sinni.
Meira

Hvammshlíðardagatal komið út - Þriðja dagatalið úr fjöllunum

Út er komið, þriðja árið í röð, dagatal Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, þar sem dýrin á bænum fá að njóta sín á skemmtilegum ljósmyndum í bland við þjóðlegan fróðleik. Karólína segist hafa velt því mikið fyrir sér hvort hún ætti að halda áfram að gefa út dagatal en eftir nokkrar fyrirspurnir um mitt sumar varðandi „næsta dagatal“ ákvað hún að láta vaða. „Fróðleikur, sögur og skoðanir,“ er titill dagatalsins og innihaldið þar með að vissu leyti persónulegra, segir Karólína.
Meira

„Málið var misráðið, vanreifað og órannsakað“ - Sveinn Margeirsson sýknaður í „örslátrunarmálinu“

Sveinn Margeirsson, fv. forstjóri MATÍS og núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, hefur verið sýknaður í „örslátrunarmálinu“ svokallaða en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 20. október sl. Á Facebook-síðu sinni rifjar Sveinn upp helstu atriði sem hann telur skipta máli varðandi þetta óvenjulega mál, „sem varpar á margan hátt ljósi á úreltan hugsunarhátt eftirlitskerfisins á Íslandi og þá samtryggingu sem felst í greiðslum stórra „eftirlitsþega“ til eftirlitsstofnana.“
Meira

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun.
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar Dýrafjarðargöng rafrænt

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október nk. en athöfnin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Stutt athöfn fer fram klukkan 14 í húsnæði Vegagerðarinnar Borgartúni 7 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun halda ræðu sem útvarpað verður í þá bíla sem bíða þess að aka í fyrsta sinn í gegnum göngin.
Meira

Lekaleit hitaveitu með ómönnuðum loftförum fyrir RARIK

Á komandi vikum munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Blönduóss fyrir hönd RARIK. Leitin verður gerð með ómönnuðum loftförum (öðru nafni drónum) þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum.
Meira

Meira en minna – ábyrga leiðin

Leiðin út úr yfirstandandi atvinnukreppu er mikil áskorun. Ráð jafnaðarmanna við þessar aðstæður eru skýr, felast í því að fjölga störfum, efla velferð og að skjóta nýjum grænum stoðum undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging um land allt. Það er ábyrga leiðin og lítil hænuskref duga ekki.
Meira