Mikið tjón á bifreiðum vegna blæðinga í malbiki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.12.2020
kl. 10.02
Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um land. Tilkynnt hefur verið um tjón á bifreiðum og segir í tilkynningu lögreglunnar að eitt umferðaróhapp megi rekja til þessara aðstæðna sem valda því að tjaran sest í munstur hjólbarðanna og aksturshæfni þeirra skerðist. Þá skapast einnig hætta af steinkasti frá bifreiðum sem á móti koma. Ökumenn eru því beðnir að hafa varann á, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna og og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi.
Meira
