feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
09.10.2020
kl. 08.15
Það er deginum ljósara að orðaval landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt væri lífsstíll þegar rætt var um vanda greinarinnar, var særandi og kom flatt upp á bændur og fleiri. Að neita fyrir það gerir lítið annað en ýfa fólk enn meir en nú er orðið. Ég harma það sérstaklega að sjá á eftir góðu fólki úr Sjálfstæðisflokknum vegna þessa. Sauðfjárrækt hefur verið hluti af samfélagsgerð okkar um aldir og -ásamt fiskinum- jafnvel haldið í okkur lífinu á erfiðustu tímum sögunnar. En tímarnir breytast og mennirnir með og undanfarin ár hefur neysla lambakjöts sannanlega dregist saman með tilheyrandi tekjuskerðingu hjá bændum.
Meira