Ekkert lát á norðanstorminum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.12.2020
kl. 09.16
Enn er óveður á landinu og eru vegir víða illfærir eða lokaðir af þeim sökum. Þá fellur skólahald og skólaskstur niður á nokkrum stöðum. Norðan stormurinn sem geysað hefur um landið frá því í gær heldur sínu striki og er vonskuveður víðast hvar með tilheyrandi röskun á samgöngum. Á Norðurlandi vestra eru margir vegir lokaðir eða ófærir. Fjallvegirnir um Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði eru lokaðir en á vef Vegagerðarinnar segir að verið sé að moka Öxnadalsheiði og takist vonandi að opna hana innan skamms.
Meira
