A-Húnavatnssýsla

Leikskólastjórinn kvaddi eftir 28 ára farsælt starf

Húnahornið segir frá því að Jóhanna Guðrún Jónasdóttir hafi nýlega látið af störfum sem leikskólastjóri Barnabæjar á Blönduósi eftir farsæl 28 ár í starfi. Samstarfsfólk hennar efndi af því tilefni til kveðjuhófs þar sem Jóhönnu var þakkað gott samstarf og henni óskað velfarnaðar á nýja vinnustaðnum sínum, Blönduskóla. Þá var henni veitt táknræn gjöf frá starfsmannafélagi Barnabæjar, styttur sem sína samstöðu og kynslóðir
Meira

Meira en lífsstíll

Það er deginum ljósara að orðaval landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt væri lífsstíll þegar rætt var um vanda greinarinnar, var særandi og kom flatt upp á bændur og fleiri. Að neita fyrir það gerir lítið annað en ýfa fólk enn meir en nú er orðið. Ég harma það sérstaklega að sjá á eftir góðu fólki úr Sjálfstæðisflokknum vegna þessa. Sauðfjárrækt hefur verið hluti af samfélagsgerð okkar um aldir og -ásamt fiskinum- jafnvel haldið í okkur lífinu á erfiðustu tímum sögunnar. En tímarnir breytast og mennirnir með og undanfarin ár hefur neysla lambakjöts sannanlega dregist saman með tilheyrandi tekjuskerðingu hjá bændum.
Meira

Enn eru orð landbúnaðarráðherra fordæmd

Stjórn Kjördæmafélags Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem lýst er yfir vantrausti á Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra. Þar er fullyrt að hann hafi ítrekað sýnt að hann valdi ekki því embætti, þar á meðal með því að gera lítið úr sauðfjárbændum og telur hann þá vera að stunda lífstíl með atvinnu sinni líkt og tómstundaiðkun fólks.
Meira

Boltaleikir settir á ís í bili

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Körfuknattleikssamband Íslands hefur af sömu ástæðu frestað öllum leikjum á sínum vegum til og með 19. október.
Meira

Eru skjalamálin í lagi?

Nú standa sveitarfélög frammi fyrir því að taka ákvörðun um það hvort þau ætli að fara út í rafræna skjalavörslu eða ekki. En hvað er rafræn skjalavarsla? Stjórnun og þekking er grunnurinn Ennþá er val milli pappírs- og rafrænnar skjalavörslu hjá sveitarfélögum, en ekki vitað hversu lengi það varir. Ýmsir kostir og gallar fylgja hvoru kerfi fyrir sig, en ljóst er að framtíðin verður meira eða minna rafræn.
Meira

Kristján Þór Júlíusson harðlega gagnrýndur af ummælum sínum um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi

Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna harðlega málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjávarútvegsráðherra, á Alþingi þann 6. október, þess efnis að sauðfjárbændur telji að sauðfjárrækt á Íslandi snúist um lífstíl og að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þá hafa ungt Framsóknarfólk lýst yfir vantrausti á ráðherra og þykja ummæli hans taktlaus.
Meira

Tilnefningar óskast í ungmennaráð Blönduósbæjar

Á heimasíðu Blönduósbæjar er óskað eftir tilnefningum á tveimur fulltrúum og tveimur til vara, í ungmennaráð Blönduósbæjar, á aldrinum 16 – 25 ára. Tilnefningar með nöfnum skulu berast eigi síðar en 14. október 2020 á netfangið blonduos@blonduos.is .
Meira

Styrktarsíða Freyju Heimisdóttur

Stofnuð hefur verið styrktarsíða fyrir Freyju Heimisdóttur, litla stúlku frá Blönduósi sem fæddist 13. maí síðastliðinn. Foreldrar Freyju eru þau Heimir Hrafn Garðarsson og Marit van Schravendijk og systkini Ýmir níu ára og Embla þriggja ára. Það er Húni.is sem vekur athygli á síðunni, sem hægt er að finna á Facebook, og hefur stuðningsfólk stofnað söfnunarreikning, 0307-22-691, kt. 041083-5819, þeim til handa.
Meira

Vilja takmarka ferðalög á höfuðborgarsvæðið

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur verið mönnuð í ljósi færslu af hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, en það hefur hún ekki verið síðan neyðarstigi almannavarna var aflétt í vor. Í færslunni segir að aðgerðastjórn hafi þungar áhyggjur af ástandinu og þeirri þróun sem við blasir þó svo að ástandið á Norðurlandi vestra sé ásættanlegt, aðeins þrír í einangrun.
Meira

Skapandi tækifæri fyrir öll börn á Íslandi

Öllum grunnskólanemum landsins gefst nú tækifæri á að taka þátt í áhugaverðum og skapandi menningarverkefnum í gegnum verkefnið List fyrir alla, sem skipulagt er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að velja og miðla listviðburðum af margbreytilegu tagi til barna og ungmenna um land allt.
Meira