A-Húnavatnssýsla

39

Sjálfsvíg eru einn af mælikvörðum geðheilsu í samfélaginu á hverjum tíma. Þau eru endapunktur og óafturkræf. Árið 2019 tóku 39 Íslendingar líf sitt. Tilgangurinn með því að birta tölu sjálfsvíga á Íslandi á síðasta ári er fyrst og fremst að beina sjónum að orsakaþáttum geðheilbrigðis. Þannig má auka umræðu um geðheilsu og orsakaþætti hennar og þannig stuðla að framförum. Sjálfsvíg eru staðreynd sem samfélög þurfa að lifa með en þeim á ekki að fylgja skömm og/eða afneitun. Skynsamlegra er að horfast í augu við þau, viðurkennum en reynum jafnframt að koma í veg fyrir þau og draga úr tíðni þeirra. Leiðin til þess er að bæta og rækta geðheilsu þjóðarinnar og gefa henni gaum.
Meira

Stólastúlkur áberandi í Feyki vikunnar

Í tilefni glæsilegs árangurs kvennaliðs Tindastóls í fótbolta í sumar er Feykir vikunnar undirlagður viðtölum og umfjöllunum um ævintýri litla félagsins á Króknum. Að sjálfsögðu er annað bráðgott efni líka og dugar ekki minna en 16 síður þessa vikuna. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Húnaþingi setti á sig svuntuna og er matgæðingur vikunnar og býður upp á spennandi lambafille sem fyrsta rétt og svo kjötsúpu fyrir hálft hundrað manns. Í leiðara eru smá hugrenningar um nýja stjórnarskrá og gamla, fréttir á sínum stað og afþreying.
Meira

Snjallmenni tekið í notkun hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið getur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir.
Meira

Einfaldar og þægilegar uppskriftir

Þau Inga Skagfjörð Helgadóttir og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 36 en þau búa á Sauðárkróki. Inga er fædd og uppalinn á Króknum og vinnur sem sjúkraliði á dvalarheimili HSN en Jón Gunnar er heimavinnandi húsfaðir og smiður. Þau eiga fjögur börn og þrjá unglinga og þá er gott að matreiða einfalda og þægilega rétti sem öllum á heimilinu þykja góðir.
Meira

Þórhildur M. Jónsdóttir nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Þórhildur M. Jónsdóttir á Sauðárkróki hefur verið kosinn nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Markmið samtakanna eru meðal annars að stuðla að og vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda matvæla á öllum sviðum.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Fimmtíu Covid-19 innanlandssmit greindust sl. sólarhring á landinu öllu og eru því 1.022 einstaklingar í einangrun. Á Covid.is eru tveir skráðir í einangrun sem lögheimili eiga á Norðurlandi vestra og sjö í sóttkví en samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn lögreglunnar eru þau fimm sem eru í sóttkvínni á svæðinu.
Meira

Veggöng undir Öxnadalsheiði vænlegasti kosturinn

Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði talinn vænlegasti kostur vegtengingar milli Norðausturlands og suður- og vesturhluta landsins af þeim sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið dagana 27. ágúst til 23. september sl. Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss þótti einnig vænlegur kostur. Rímar þetta við kannanir fyrri ára.
Meira

Sigrún Birna Steinarsdóttir nýr formaður UVG

Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað laugardaginn 10. október 2020 þar sem fram fór málefnavinna og stjórnarkjör auk þess sem flutt var erindi um íbúalýðræði. Sigrún Birna Steinarsdóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna til eins árs.
Meira

Kirkjugarðurinn á Blönduósi til fyrirmyndar

Fyrir tilviljun heimsótti blaðamaður Feykis kirkjugarð Blönduóskirkju í sumar og hreifst af umgengninni og þeim framkvæmdum sem átt höfðu sér stað og unnið var að. Bæði var garðurinn snyrtilegur, bílaplan malbikað og bráðsnjallt upplýsingaskilti um garðinn var til fyrirmyndar. Á þeim tíma var verið að undirbúa lagfæringu á stígnum sem liggur um garðinn. Það var því ekki úr vegi að hafa samband við Valdimar Guðmannsson, Valla Blönduósing, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju og spyrja hann út í framkvæmdirnar.
Meira

Ertu með hugmynd?

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2021. Um er að ræða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, verkefnastyrkir á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 16. nóv. nk.
Meira