feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
15.10.2020
kl. 08.03
Sjálfsvíg eru einn af mælikvörðum geðheilsu í samfélaginu á hverjum tíma. Þau eru endapunktur og óafturkræf. Árið 2019 tóku 39 Íslendingar líf sitt. Tilgangurinn með því að birta tölu sjálfsvíga á Íslandi á síðasta ári er fyrst og fremst að beina sjónum að orsakaþáttum geðheilbrigðis. Þannig má auka umræðu um geðheilsu og orsakaþætti hennar og þannig stuðla að framförum. Sjálfsvíg eru staðreynd sem samfélög þurfa að lifa með en þeim á ekki að fylgja skömm og/eða afneitun. Skynsamlegra er að horfast í augu við þau, viðurkennum en reynum jafnframt að koma í veg fyrir þau og draga úr tíðni þeirra. Leiðin til þess er að bæta og rækta geðheilsu þjóðarinnar og gefa henni gaum.
Meira