A-Húnavatnssýsla

Skellti í eitt ljóð í tilefni dagsins... vertu með:)

Því í dag, 7. október, er nefnilega alþjóðlegi ljóðadagurinn. Ég gerði því tilraun til að skella í eitt en held að þetta sé meira vísa...
Meira

Óboðinn gestur fór inn í hús á Siglufirði

Í fyrrinótt gekk dökkklæddur fremur lágvaxinn maður með svarta skíðagrímu fyrir andlitinu inn í nokkur hús í suðurbænum á Siglufirði en eftir því sem fram kemur á Trölla.is er ekki vitað hvort fleiri þjófar en hann hafi verið á ferðinni. Ekki var um innbrot að ræða, þar sem hann fór inn var óslæst og telst það vera húsbrot að sögn lögreglunnar en að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu mannsins varir og varð þeim mikið um að mæta honum innandyra hjá sér.
Meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður hefjist í A-Hún

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður.
Meira

Björn J. Sighvatz tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í gær tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fékk tilnefningu fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra.
Meira

Óréttlæti og framfarir

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2021 er að finna löngu tímabær tíðindi. Við breytingar á lögum um málefni raforku árin 2003 og 2005 voru m.a. gerðar grundvallarbreytingar á forsendum fyrir gjaldskrá á dreifingu raforku. Aðskilnaður orkusölu og flutnings var grundvallarmál þeirra breytinga. Ekki ætla ég frekar að fjalla hér um orkusöluna.
Meira

Takmörkun á skólastarfi FNV

„Samkvæmt 5. grein reglugerðar 958/2020 er skólastarf heimilt í öllum byggingum framhaldsskóla að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst eins metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Blöndum nemenda á milli hópa er ekki heimil,“ segir á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það þýðir að allt almennt bóklegt nám færist í fjarfundakerfið Teams í skólanum.
Meira

Glæponssynir frá Hæli sigursælir á hrútasýningu

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt hrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal sl. fimmtudagskvöld. Tveir hrútar undan Glæponi frá Hesti hrepptu fyrstu sæti í flokki mislitra og hyrndra og komu báðir frá Hæli. Besti hrútur sýningarinnar kom hins vegar frá Hofi.
Meira

Ljós og hiti á landsbyggðinni

Það kostar margfalt meira að kveikja ljós í eldhúsinu hjá vini mínum sem býr á landsbyggðinni en heima á Akranesi. Er á þessu einhver skynsamleg og sanngjörn skýring? Nei, ekki þegar um er að ræða sjálfsagða grunnþörf hvers heimilis í nútímasamfélagi.
Meira

Neyðarstig almannavarna virkjað á miðnætti

Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti

Í gær mættust Kormákur/Hvöt og Hamar í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni 4. deildar. Leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti Reykjavíkur. Það voru Hvergerðingar sem gerðu eina mark leiksins og hömpuðu því beiskum bronsverðlaunum í leikslok en bæði lið spila áfram í 4. deild að ári.
Meira