A-Húnavatnssýsla

Erfiðast fyrir fólk að geta ekki komið saman, hist og blandað geði við aðra

Feykir hafði samband við séra Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest í Sauðárkróksprestakalli, og forvitnaðist örlítið um kirkjuhald nú á aðventu og jólum. Sigríður segir fátt benda til þess að samkomur á aðventu geti verið með sama sniði og áður. „Ég lifi í voninni að ástandið verði orðið það stöðugt um jól að fólki verði óhætt að ganga til kirkju,“ segir séra Sigríður.
Meira

Roðagyllum heiminn og Ísland líka

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum kóvíd-19 að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum hefur aukist í heiminum. Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis.
Meira

Skorar á Reykjavíkurborg að draga til baka kröfu sína á Jöfnunarsjóð

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en í bókun ráðsins segir að Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagt að krafa borgarinnar væri ósanngjörn og óskynsamleg.
Meira

Páll Pétursson, fv. alþingismaður og ráðherra, lést í gær

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti minningarorð um Pál Pétursson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra á þingfundi í morgun en Páll lést eftir erfið veikindi í gær. Páll, jafnan kenndur við Höllustaði í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu, var alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 fyrir Framsóknarflokkinn, félagsmálaráðherra 1995–2003 og formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Meira

Stefnt að opnun gönguskíðabrautar í vikunni

Það hefur snjóað talsvert í Stólinn síðustu vikuna og góðar líkur á að gönguskíðabraut verði opnuð á næstu dögum á skíðasvæði Tindastóls. Á Fésbókarsíðu skíðasvæðisins kemur fram að búið sé að staðfesta, í Covid-fárinu, að gönguskíðabrautir séu nú leyfðar og því ekki seinna vænna fyrir skíðafólk að dusta rykið af skíðunum og fara að smyrja.
Meira

Aukið svigrúm til kennslu í tónlistarskólum

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að draga skuli úr takmörkun á skólastarfi í tónlistarskólum og auka þannig svigrúm til tónlistarkennslu til og með 1. desember. Þá verður tónlistarskólum heimilt að sinna einstaklingskennslu en halda skal tveggja metra reglu milli starfsfólks og nemenda. Hámarksfjöldi verður sambærilegur og í grunnskólum; 25 hjá eldri nemendunum, þ.e. í 5.–10. bekk en 50 hjá yngri nemendum. Tveggja metra reglan gildir um nemendur í 8.–10. bekk en ef víkja þarf frá henni skulu notaðar andlitsgrímur.
Meira

„Niðurskurðurinn er greinilega ekki að virka“

Fyrrum formaður læknafélagsins, Sigurbjörn Sveinsson, skrifaði grein á bloggsíðu sína um niðurskurð riðufjár og segir aðgerðirnar ekki virka. „Er ekki kominn tími til að beita öðrum og hægvirkari rannsóknaraðferðum en tafarlausum niðurskurði á þessa hægvirku sýkingu til að komast til botns í hegðun hennar? spyr Sigurbjörn.
Meira

Vilja að stofnað verði sérstakt ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í landinu

Á aukalandsþingi Miðflokksins sem haldið var í gær var samþykkt málefnaályktun þar sem m.a. segir að tryggja þurfi óskorað vald yfir auðlindum þjóðarinnar með því að hafna frekari innleiðingu á orkustefnu ESB, afturkalla samþykkt um 3. orkupakkann og koma í veg fyrir framsal ríkisvalds til erlendra stofnana.
Meira

Tryggja aðgang iðnnema að vinnustaðanámi

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti ríkisstjórn í gær drög nýrrar reglugerðar um vinnustaðarnám og starfsþjálfun iðnnema í framhaldsskólum. Drögin verða kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. „Markmið nýrrar reglugerðar er annars vegar að færa ábyrgðina á því að iðnnámsnemandi komist í vinnustaðanám frá nemendunum sjálfum til skólanna, og hins vegar að auðvelda núverandi nemendum í iðnnámi að ljúka starfsþjálfun þrátt fyrir sveiflur í atvinnulífinu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Meira

Að flytja aftur heim :: Áskorandapenninn Lee Ann Maginnis Blönduósi

Árið 2014, þegar ég var nýútskrifuð úr háskóla, gerðist svolítið sem átti aðeins eftir að breyta framtíðaráformunum. Ég var búin að ráða mig í vinnu við Háskólann á Bifröst og ætlaði mér að búa þar áfram eftir útskrift. Ég hafði líka nokkuð mörgum árum áður tekið þá ákvörðun að flytja aldrei aftur á Blönduós þegar ég flutti þaðan.
Meira