A-Húnavatnssýsla

Atvinnuráðgjafi hjá SSNV með með nýsköpun sem sérsvið

Kolfinna Kristínardóttir hefur verið ráðin til SSNV sem atvinnuráðgjafi með áherslu á nýsköpun. Kolfinna hefur MA próf í hagnýtri menningarmiðlun og Bs próf í ferðamálafræði. Í tilkynningu frá SSNV kemur fram að Kolfinna hafi sett upp Matarhátíð í Skagafirði í tengslum við meistaraverkefni sitt þar sem áhersla var lögð á nýsköpun í matarmenningu og kynningu á skagfirsku hráefni og framleiðslu.
Meira

Líf og fjör á reiðnámskeiði á Skagaströnd

Það hefur verið líf og fjör á reiðnámskeiði Hestamannafélagsins Snarfara á Skagaströnd og Reiðskóla Eðalhesta í sumar en seinna námskeið sumarsins hófst í gær og stendur fram að helgi. Námskeiðin eru ætluð börnum í 1. til 7. bekkjar í ár.
Meira

Blönduósbær auglýsir eftir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa

Blönduósbær auglýsir nýtt starf menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar. Hann á að hafa faglega umsjón með öllu menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila, að því er segir í tilkynningu á vef Blönduósbæjar. Þar kemur fram að starf forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar verður lagt niður, enda muni umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins falla undir nýja starfi og eru áform uppi um að þróa nýtt frístundaheimili Blönduósbæjar.
Meira

Flestir veitingastaðir á Norðurlandi vestra með hlutina í lagi

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur farið í eftirlitsferðir á þá staði hvar seldar eru veitingar í umdæminu og eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættisins hefur verið kannað með sóttvarnir og aðgengi gesta að þeim og hvort að tveggja metra reglan sé virt. Einnig var kannað hvort farið væri eftir reglum að ekki sé minna en tveir metrar á milli borða.
Meira

Réttir Food Festival aflýst

Matarhátíðinni Réttir Food Festival, sem halda átti á Norðurlandi vestra dagana 14.-23. ágúst, hefur verið aflýst. Kemur þetta fram á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Meira

Er ég leiðindaskjóða að vilja viðhalda 2ja metra reglunni ?

Ekki ætla ég að leggja mat á hvort ég sé almennt leiðinleg manneskja, en að undanförnu hef ég upplifað mig sem ferlega leiðindaskjóðu.
Meira

Knattspyrnan í pásu til og með 13. ágúst hið minnsta

Í gær varð ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fékk ekki undanþágu frá Heilbrigðisráðuneytinu til að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu mætti hefjast á ný. Því hefur öllum leikjum í meistaraflokki, 2. og 3. flokki verið frestað til og með 13. ágúst nk. en þá ætti að vera komið í ljós hvert framhaldið verður í fótboltanum.
Meira

Afurðaverð 2020 - Sauðfjárbændur krefjast leiðréttinga á afurðaverði

Árin 2016 og 2017 varð algjört hrun á afurðaverði sauðfjárbænda. Ástæðurnar voru af ýmsum toga. Einkum verðfall á erlendum mörkuðum og óhagstæð gengisþróun. Afleiðingin kom m.a. fram í óhóflegri birgðasöfnun hjá sláturleyfishöfum og hruni í afurðaverði til bænda.
Meira

Útsvarstekjur hækka mest á Norðurlandi vestra

Útsvarstekjur sveitarfélaga hækkuðu hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra síðustu sex mánuði frá sama tímabili í fyrra í samanburði við aðra landshluta. Tekjur einstakra sveitarfélaga sveifluðust mismikið til hækkunar og lækkunar. Þannig lækkuðu útvarstekjur Skagabyggðar um 15,5% sem er mesta lækkun á landinu öllu. Samanlagðar útsvarstekjur hjá sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum hækkuðu um 9,5% en um 2,3% ef tekur allra sveitarfélaga í landshlutanum er skoðaðar.
Meira

Íbúafjöldi stendur í stað milli mánaða

Engin breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í júlí en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Skagastrandar um 12 en fækkaði um 10 á Blönduósi. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.425 1. ágúst síðastliðinn sem er sami fjöldi og 1. júlí. Flestir búa í Sveitarfélaginu Skagafirði eða 4.100 og en þar fækkaði um þrjá milli mánaða.
Meira