A-Húnavatnssýsla

Laxveiðin heldur skárri en í fyrra

Laxveiði í húnvetnskum laxveiðiám er dræm eins og víðast hvar á landinu. Hún er þó í flestum tilfellum skárri en í fyrra. Mest af laxi hefur veiðst í Miðfjarðará eða 729 laxar og skilaði vikuveiðin 189 löxum. Um svipað leyti í fyrra höfðust veiðst 647 laxar í ánni en árið 2018 voru þeir orðnir 1.422 talsins. Miðfjarðará er nú í fjórða sæti lista Landssambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu ár landsins. Engin önnur húnvetnsk á kemst í tíu efstu sætin og er af sem áður var.
Meira

Hertari sóttvarnarráðstafanir í sundlaugum

Vegna nýrra áherslna í sóttvarnaraðgerðum hafa sveitarfélögin Skagafjörður, Húnaþing og Húnaþing vestra gefið út tilkynningar um hertari reglur í sundlaugum svæðanna. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum skal gestafjöldi laugarsvæða takmarkast við 100 manns hverju sinni næstu tvær vikurnar. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.
Meira

Króksmóti aflýst

Króksmóti, knattspyrnumóti drengja í 6. og 7. flokki sem fara átti fram 7. – 9. ágúst hefur verið aflýst vegna nýrra samkomutakmarkana. Í tilkynningu frá unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls segir:“ Í ljósi nýrra samkomutakmarkana sem miða við 100 manns þá verðum við því miður að aflýsa Króksmótinu í ár....Við þökkum fyrir góðar viðtökur og óskum ykkur velfarnaðar. Sjáumst á næsta ári.“
Meira

Slæmt veður yfir verslunarmannahelgina

Veðurútlitið er frekar napurt fyrir verslunarmannahelgina. Heldur blautt veður er framundan og búið er að gefa út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna úrkomu og aurskriða. Nú þegar hefur þjóðvegi eitt um Öræfin verið lokað tímabundið í dag vegna veðurs.
Meira

Tilkynning frá Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi

Ákveðið hefur verið að loka fyrir aðgengi að Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi á meðan hertar reglur um sóttvarnir eru í gildi. Ómögulegt er að komast hjá að brjóta 2m regluna í Kvennaskólanum og því er álitið að ekki sé forsvaranlegt að hafa opið.
Meira

Hertari aðgerðir vegna COVID-19: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomutakmarkanir

Á hádegi í dag, 31. Júlí, taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.
Meira

Alþingi er ekki leikfang stjórnmálaflokkanna - Umsögn stjórnarskárfélagsins

Stjórnarskrárfélagið hefur í fyrri umsögnum um tillögur að stjórnarskrárbreytingum, sem komið hafa frá formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi undanfarið, hvatt til þess að lýðræðisleg vinnubrögð yrðu tekin upp og unnið að lögfestingu nýrrar og endurskoðaðrar stjórnarskrár í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðaði til 20. október 2012. Þau frumvarpsdrög sem hér eru til umsagnar eru enn einn vitnisburðurinn um að formenn flokkanna hafa ekki látið sér segjast og ætla ekki að virða vilja kjósenda og úrslit kosninganna. Þvert á móti er áfram unnið eins vilji stjórnmálaflokkanna eigi að ráða en ekki lýðræðislegur vilji fólksins. Félagið sér því ekki ástæðu til að fjalla efnislega um þessi drög heldur ítrekar að fullveldið er hjá þjóðinni og það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn.
Meira

Fæðingarsögur feðra

Oftast er það þannig að meiri athygli lendir á móður en föður við fæðingu barns, eftir fæðingu og einnig á meðgöngu. Feður vilja því stundum verða útundan í fæðingarumræðunni. Því vilja Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir breyta og hyggjast gefa út bók um fæðingarsögur feðra.
Meira

Olíuverð á landsbyggðinni

Á vorþingi sem frestað var í lok júní voru samþykkt ríflega 130 lagafrumvörp. Meðal þeirra voru lög um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Þessar breytingar eru raunar umtalsverðar, skipta ekki sköpum fyrir þjóðarhag en hafa þýðingu fyrir íbúa í dreifðum byggðum á Íslandi. Annars vegar voru lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara frá 1994 felld úr gildi. Þar með er ekki lengur lagt á sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur til nota innanlands.
Meira

Gæsir merktar á Blönduósi

Síðasliðinn föstudag voru 45 grágæsir merktar á Blönduósi undir forystu Arnórs Þóris Sigfússonar fuglafræðings hjá Verkís. Blönduósbær lagði verkefninu lið og sendi nokkra vaska unga menn úr unglingavinnunni til þess að smala gæsum og hjálpa til við merkingarnar. Jón Sigurðsson gæsaáhugamaður segir frá þessu á Facebook síðu sinni þar sem meðfylgjandi myndir eru fengnar.
Meira