A-Húnavatnssýsla

Smit kórónuveirunnar fari hægt fækkandi

Alls eru þrír í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19 smita og fjórir í sóttkví. Tveir þeirra veiku eru staðsettir í Húnaþingi vestra, í póstnúmerinu 531, og einn á Sauðárkróki. Í sóttkví eru tveir í á Skagaströnd og sitthvor í Húnaþingi vestra í póstnúmerunum 500 og 531. Á Covid.is segir að sex sæti sóttkví á svæðinu en ástæðan getur verið sú að viðkomandi eigi lögheimili á Norðurlandi vestra en er ekki staddur þar.
Meira

Ert þú búin/n að fá þér kaffisopa í dag?

Ef ekki settu þá mikla ást og alúð í að útbúa fyrsta kaffibolla dagsins því þú þarft að halda upp á daginn, það er nefnilega alþjóðlegi kaffidagurinn.
Meira

Búið er að draga út í N1 vegabréfaleiknum

Það hafa eflaust margir foreldrar þurft að hjálpa börnum sínum að safna stimplum þegar vegabréfaleikur N1 hófst með látum í sumar. Leikurinn gekk út á það að safna stimplum í þartilgerð vegabréf sem maður sótti á næstu N1 stöð. Þegar eitthvað var keypt þar fyrir meira en 500 kr. þá gastu fengið stimpil í vegabréfið og auka glaðningur fylgdi með. Skila þurfti vegabréfinu fyrir 20. ágúst og er nú búið að draga út í leiknum.
Meira

Skólalóð Blönduskóla fær andlitslyftingu

Húni.is segir frá því að unnið hefur verið að frágangi skólalóðar Blönduskóla í haust. Malbikaðir voru um 1.200 fermetrar og snjóbræðsla sett undir hluta af því svæði. Á næstu dögum verða malbikaðir um 250 fermetrar til viðbótarog þá verða grassvæði einnig jöfnuð og gengið frá með túnþökum. Að auki verða settar upp rólur með frágengnu yfirborði.
Meira

Allir með Feyki á Blönduósi

Í nýjum Feyki vikunnar er aðalefnið tileinkað Blönduósi en miklar framkvæmdir hafa farið fram við kirkjugarð bæjarins. Óli Arnar hafði samband við Valdimar Guðmannsson, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju, og forvitnaðist um framkvæmdir.
Meira

Nýtt verknámshús í smíðum við Blönduskóla

Í sumar hefur verið mikill gangur í byggingu verknámshúss við Blönduskóla en viðbyggingin er ein hæð og kjallari. Á heimasíðu Blönduóssbæjar kemur fram að nýja viðbyggingin tengist við ,,Gamla skóla“ og mun hýsa kennslustofur fyrir list- og verkgreinar á 1. hæð þ.e.a.s Heimilisfræði-, textíl-, smíða- og listnámsstofa en tæknirými og fleira er í kjallara.
Meira

Íbúakönnun landshlutanna 2020

„Taktu þátt og hafðu áhrif“. Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess. Einnig hefur hún nýst inn í hverskonar stefnumótun sem landshlutasamtökin hafa þurft að fara í og leggur því línurnar inn í framtíðina sem er mikilvægt í málum sem vinna þarf stöðugt að yfir langan tíma. Og að síðustu hafa upplýsingarnar nýst okkur í hagsmunabaráttu fyrir landshlutana. Fólk tekur mark á upplýsingum sem koma frá miklum fjölda fólks þar sem söfnun og úrvinnsla er faglega unnin. Þegar menn setjast niður með gögn sem þessi er hlustað.
Meira

Hvað er sönn ást?

Amanda Oleander, listamaður frá Los Angeles, teiknar ótrúlega skemmtilegar myndir sem fanga hversdagsleikann bak við luktar dyr. Hann er oft á tíðum ekki glansandi fagur og virðist hún vita mikið um þessa hluti. Hún er óhrædd við að sýna það í verkum sínum eins og sjá má á Instagram síðunni hennar.
Meira

Aukinn stuðningur við nýsköpun á landsbyggðinni eftir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun í Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpinu eru lagðar til talsverðar breytingar á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Í frumvarpinu felast áform um að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður lögð niður, stofnaðir verða Nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði.
Meira

Ný göngubrú í Hrútey

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar tók fyrir á dögunum erindi frá Blönduósbæ um byggingar- og framkvæmdarleyfi fyrir göngubrú yfir í Hrútey.
Meira