Laxveiðin heldur skárri en í fyrra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.08.2020
kl. 14.34
Laxveiði í húnvetnskum laxveiðiám er dræm eins og víðast hvar á landinu. Hún er þó í flestum tilfellum skárri en í fyrra. Mest af laxi hefur veiðst í Miðfjarðará eða 729 laxar og skilaði vikuveiðin 189 löxum. Um svipað leyti í fyrra höfðust veiðst 647 laxar í ánni en árið 2018 voru þeir orðnir 1.422 talsins. Miðfjarðará er nú í fjórða sæti lista Landssambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu ár landsins. Engin önnur húnvetnsk á kemst í tíu efstu sætin og er af sem áður var.
Meira