A-Húnavatnssýsla

Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Listakoti Dóru

Næstkomandi laugardag, þann 11. júlí, verður opnuð sýningin Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Vatnsdalshólum. Sýningin er byggð á þjóðsögunni sem varð til þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545.
Meira

Kjarnafæði og Norðlenska í eina sæng

Eig­end­ur Kjarna­fæðis og Norðlenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála varðandi samruna fé­lag­anna. Starfsemi Kjarnafæðis fer að mestu fram á Svalbarðseyri auk þess sem félagið á SAH-Afurðir á Blönduósi, sláturhús og kjötvinnslu, og um þriðjungshlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga. Norðlenska rekur stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, en slátrun og afurðavinnsla sauðfjár er á Húsavík. Einnig rekur Norðlenska sláturhús á Höfn í Hornafirði og söluskrifstofu í Reykjavík.
Meira

Laxveiði í Blöndu borgið í bili

Í síðustu viku var útlit fyrir að laxveiðin í Blöndu væri í hættu þar sem Blöndulón var óðum að fyllast vegna mikilla hlýinda í veðri síðustu daga á Norðurlandi. Veðurguðirnir sáu hins vegar að sér og kólnað hefur í veðri og vatnsborðið því lækkað um 6 sentimetra. Því mun yfirfallið verða seinna en virtist vera fyrir helgi. Vonast er nú til að júlímánuður sleppi en um leið og lónið fer í yfirfall verður áin óveiðanleg.
Meira

Héraðsmót USAH

Héraðsmót Ungmennasambands Austur-Húnvetninga verður haldið á Blönduósvelli í dag og næsta þriðjudag, 14. júlí, og hefst klukkan 18:00 báða dagana. Mótið er jafnframt minningarmót um Þorleif Arason sem lést 11. nóvember 1991. Mótið er fyrir 10 ára og eldri og þurfa þátttakendur að vera skráðir í aðildarfélög USAH. Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.
Meira

Fyrsti sigur Kormáks/Hvatar í höfn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann fyrsta sigur sinn í 4. deildinni þetta sumarið þegar þeir sóttu þrjú stig á Stykkishólmsvöll í gærkvöldi. Lokatölur voru 0-7 en gestirnir voru þremur mörkum yfir í hléi.
Meira

Húnavaka 2020

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin dagana 16.-19. júlí. Er þetta í sautjánda sinn sem hátíðin er haldin og verður um nóg af velja fyrir gesti og gangandi. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt og er eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa.
Meira

Fundað með ráðherrum og þingmönnum um aðkomu að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu

Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu áttu, um miðjan síðasta mánuð, fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einnig var fundað með fjórum þingmönnum Norðvesturkjördæmis þeim Haraldi Benediktssyni, Bergþóri Ólasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Sigurði Páli Jónssyni.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi

Golfklúbburinn Ós Blönduósi hélt meistaramót sitt dagana 3. og 4. júlí á Vatnahverfisvelli í ágætis veðri. Sigurvegari í meistaraflokki karla á 170 höggum var Eyþór Franzon Wechner, í öðru sæti á 175 höggum var Jón Jóhannsson og Valgeir M. Valgeirsson í þriðja sæti á 186 höggum. Birna Sigfúsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á 205 höggum og í öðru sæti var Jóhanna G. Jónasdóttir á 230 höggum.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands hefur sent frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra frá 1. desember 2019 til 1. júlí 2020 eða um 1,3% en það er fjölgun um 98 íbúa. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,8 % eða um 1.926 íbúa. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, á Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,5% en á Norðurlandi eystra um 0,1%.
Meira

Team Rynkeby á ferð um Skagafjörð í dag

Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla 850 km í kringum landið á tímabilinu 4.-11.júlí til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Hópurinn mun hjóla fal­leg­ar hjóla­leiðir í öllum landshlutum. Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Vegna Covid faraldursins hefur keppninni í ár verið frestað og ákveðið hefur verið að hjóla þess í stað innanlands.
Meira