A-Húnavatnssýsla

Lagning ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti 12. júní síðastliðinn samning við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals. Að því verkefni loknu kemst á önnur ljósleiðaratenging milli Suðurlands og Norðurlands um hálendið, sem bætir bæði öryggi og afkastagetu fjarskipta á leið strengsins sem og grunnkerfis fjarskipta hér á landi.
Meira

Hvalir í Húnafirði

Hnúfubakar hafa verið vel sýnilegir á Norðurlandi í sumar. Hafa þeir mikið verið í Skagafirði og sjást nú í Húnafirði og vel frá Blönduósi. Auðunn Blöndal náði ágætis myndum af hvölunum við veiðar og birtir á Facebook síðu sinni. Einnig segist hann hafa séð til háhyrnings síðustu daga en ekki náð myndum af honum. Höskuldur B. Erlingsson náði mögnuðum myndum með flygildi sínu af hnúfubökunum á veiðum og hefur birt myndband á Facebooksíðu sinni og Youtube. Sagt er frá hvölunum á huni.is.
Meira

Lárperuforréttur, lambasteik og ömmurabarbaradesert

Matgæðingar vikunnar í 27. tölublaði Feykis árið 2018 voru þau Ásdís S. Hermannsdóttir og Árni Ragnarsson á Sauðárkróki. Ásdís er kennari á eftirlaunum og hafði þá síðustu tvö árin unnið í afleysingum við kennslu og í gamla læknaritarastarfinu sínu og sagðist alltaf mjög glöð þegar „kallið kæmi“ að hitta gamalt samstarfsfólk og rifja upp gamla takta. Annars er uppáhaldsiðjan að vera amma og njóta barnabarnanna. Árni er arkitekt og starfaði sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Meira

Framleiðendur á ferðinni

Tólf smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol hafa tekið höndum saman um skemmtilegt verkefni en þeir hyggjast verða á ferðinni um svæðið í sumar á smábíl sínum og bjóða vörur sínar til sölu.
Meira

Lagningu lokið á rafstreng og ljósleiðara um Kjöl

Lokið er lagningu 67 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara um Kjöl en hann er einn af fjórum stofnvegum hálendis Íslands. Hingað til hafa ferðaþjónustuaðilar reitt sig á díselvélar en með tilkomu nýja strengsins verða þær nú óþarfar. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að þetta gerbreyti rekstrargrundvelli fyrir ferðaþjónustu á Kili og auki fjarskiptaöryggi til mikilla muna á þessari fjölförnu hálendisleið sem í gegnum aldirnar hefur verið annáluð fyrir draugagang.
Meira

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið að fresta Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fyrirhugað var að halda á Selfossi nú um verslunarmannahelgina, um ár. Ákvörðunin var tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni en skipulag mótsins er flókin og ljóst að erfitt yrði að tryggja öryggi gesta á mótinu.
Meira

Risa hængur veiddist í Blöndu

Í gær veiddist stærsti fiskur sumarsins í Blöndu. Á FB síðunni Blanda-Svartá kemur fram að það hafi verið breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem tókst að landa 105 sentímetra löngum hæng á Breiðunni að norðanverðu eftir mikla baráttu. Tók fiskurinn rauða Frances með kón. Áður hafði veiðst 101 sentímetra hrygna í júní og tók hún svartan Frances með kón.
Meira

Góður árangur á Meistaramóti

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um síðustu helgi. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. Þar af voru 22 ungmenni frá ungmennasamböndunum á Norðvesturlandi.
Meira

Unnið að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum með auknu varaafli

Eftir óveðrið í vetur varð ljóst að bæta þyrfti rekstraröryggi fjarskiptastöðva og tryggja að almenningur geti kallað eftir aðstoð í neyðarnúmerið 112 í vá eins og þá skapaðist. Neyðarlínan fór því að vinna að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum víða um land með auknu varaafli og að fjölga færanlegum vararafstöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar og verða fimm þeirra í Skagafirði og sex í Húnavatnssýslum en annars staðar eru rafgeymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangurinn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur.
Meira

Meira en hundrað gönguleiðir komnar á blað

Hnitsetning gönguleiða var meðal átaksverkefna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, vegna áhrifa Covid-19. Ráðnir voru tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn við SSNV.
Meira