A-Húnavatnssýsla

Trúir ekki á forrétti!

Jennifer Tryggvadóttir eða „Nennímín“ eins og hún er oftast kölluð var matgæðingur í tbl. 33 í Feyki. Hún flutti aftur heim eftir algjöra U-beygju í lífinu og vinnur sem deildarstjóri á yngra stigi í leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Eitt af áhugamálum hennar er matargerð ásamt því að stunda sund og kalda karið, jóga, hugleiðslu og göngutúra. Það skemmtilegast við matargerðina er að kíkja inn í ísskápinn og búa til rétt úr því sem til er.
Meira

Boltaleikir helgarinnar og fréttir af Körfu-Könum – Breyttur leiktími hjá stelpunum

Boltaþyrstir ættu að hafa nóg til að svala þorsta sínum um helgina. Norðlensku liðin í fótboltanum spila þrjá leiki og körfupiltarnir verða í Mathús Garðabæjar-höllinni í kvöld og þangað ættu sveltir stuðningsmenn körfuboltaliðs Stólanna að geta kíkt. Veislan hefst hins vegar klukkan 16:30 í dag þegar karlalið Tindastóls mætir einu af toppliðum 3. deildarinnar, Reyni Sandgerði, á BLUE-vellinum við Suðurgötu í Suðurnesjabæ en strákarnir eru varla búnir í sturtu eftir sigurleikinn gegn Vopnfirðingum sl. þriðjudagskvöld.
Meira

Hlutfall innflytjenda lægst á Norðurlandi vestra

Í frétt á Húna.is, sem unnin er úr upplýsingum frá Hagstofunni, segir að um síðustu áramót hafi 55.354 innflytjendur verið á Íslandi eða 15,2% mannfjöldans. Fjölgaði þeim um 5.083 milli ára. Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, þeir voru 5.264 í fyrra en eru nú 5.684. Lægst er hlutfall innflytjenda á Norðurlandi vestra en þar voru 9,1% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra á meðan hlutfallið var hæst á Suðurnesjum eða 27,9%.
Meira

Bruggarar vilja netverslun með áfengi

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa hafa skorað á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Áskorunin var kynnt í byggðarráði Skagafjarðar í fyrradag en hún var einnig send alþingismönnum og sveitarstjórnarfólki.
Meira

38% munur á matvörukörfunni í Skagafirði og nágrenni

38% eða 8.385 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á stórri matarkörfu skv. verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ þann 8. september í matvöruverslunum sem staðsettar eru í Skagafirði, á Skagaströnd og stórmörkuðum sem staðsettir eru á Akureyri. Matvörukarfan samanstendur af 54 vörum úr öllum vöruflokkum sem voru til í öllum verslunum. Karfan var dýrust í Skagfirðingabúð(KS), 27.614 kr. og næst dýrust í Hlíðakaup, 26.873 kr. en ódýrust var hún í Bónus, 22.352 kr.
Meira

Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgefur Vinstri græn

Í yfirlýsingu sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sendi fjölmiðlum nú í dag kemur fram að hún hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Brottvísun stjórnvalda á egypsku barnafjölskyldunni sem verða átti af í gær, var kornið sem fyllti mælinn.
Meira

Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet

Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Meira

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar í heimsókn í Austur-Húnavatnssýslu

Framkvæmdaráð sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu bauð Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, til fundar heim í hérað á mánudag. Til umræðu voru meðal annars áskoranir og tækifæri svæðisins og svo heimsótti ráðherra fyrirtæki og frumkvöðla í sýslunni, t.d. gagnaverið, Vörusmiðju BioPol og Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Meira

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur fyrir námskeiðum fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu. Allt hráefni sem notað er á námskeiðunum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnin í samvinnu við Vörusmiðjuna á Skagaströnd.
Meira