Lagning ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.07.2020
kl. 08.05
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti 12. júní síðastliðinn samning við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara milli Hveravalla og Blöndudals. Að því verkefni loknu kemst á önnur ljósleiðaratenging milli Suðurlands og Norðurlands um hálendið, sem bætir bæði öryggi og afkastagetu fjarskipta á leið strengsins sem og grunnkerfis fjarskipta hér á landi.
Meira