A-Húnavatnssýsla

Tröllaskagatvíburarnir töfruðu fólk upp úr skónum

Hin ástsæla Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram sl. laugardagskvöld í Exton í Kópavogi í þrítugasta sinn. Keppnin, sem átti að fara fram í vor en var frestað vegna ... dúmmdúmmtrisss ... COVID-19, var að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV. Sigurvegarar kvöldsins komu frá nágrönnum okkar í Menntaskólanum á Tröllaskaga en þar fóru tvíburarnir Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir á kostum ásamt Herði Inga Kristjánssyni og Mikael Sigurðssyni.
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og ÍH í undanúrslitum 4. deildar fór fram á Blönduósvelli á laugardaginn. Heimamenn hefðu helst þurft að vinna leikinn til að tryggja sér góða stöðu fyrir seinni leik liðann nk. miðvikudagskvöld í Skessuhöllinni í Hafnarfirði. Jafntefli varð hins vegar niðurstaðan þar sem liðin gerðu sitt hvort markið og einvígið því í jafnvægi.
Meira

Endurbættur vefur Ísland.is

Fyrir helgi var vefurinn Ísland.is, sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi, opnaður í nýrri og endurbættri útgáfu með það að markmiði að gera viðmót gagnvart notendum skýrara og betra. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að á Ísland.is verður auðvelt að finna það sem leitað er að og eru þrjár meginleiðir til að finna efni. Sú fyrsta er í gegnum lífsviðburði, svo sem upplýsingar um nám, flutninga, barneignir eða stofnun fyrirtækja. Þá er búið að skilgreina helstu þjónustuflokka á vefnum, t.d. um akstur og bifreiðar, fjármál og skatta, heilbrigðismál og fjölskyldu og velferð. Ennfremur hefur leit á vefnum verið styrkt og er auðvelt að sækja upplýsingar í gegnum hana.
Meira

Miðflokkurinn vill neyðaraðgerðir strax

Fjölmennur flokksráðsfundur Miðflokksins fór fram í gær á netinu og voru heilmargar ályktanir samþykktar en ljóst er að flokkurinn vill aðgerðir strax vegna aðsteðjandi vanda í þjóðfélaginu. Meðal þess sem Miðflokkurinn leggur til er að heimilum, sem orðið hafa fyrir tekjufalli, verði veitt skjól meðan náð er utan um vandann og lausnir fundnar, lækka staðgreiðslu skatta, tekjuskatt og útsvar í 24% til loka árs 2021 og greiðslur vaxta og verðbóta vegna fasteignalána atvinnulausra falli niður í allt að 18 mánuði.
Meira

Kallað eftir jarðgöngum úr Fljótum í Siglufjörð

Siglufjarðarvegur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir að Trölli.is birti myndir af veginum. Það var einkum og sér í lagi ástand vegarins rétt við gangnamunnann að Strákagöngum sem hleypti hrolli í fólk enda minnir vegarstæðið á köflum á hroðavegi Bólivíu – þó ástand vegarins sé að sjálfsögðu ekki svo slæmt. Hins vegar er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánárskriðum og Almenningi. Ýmsir óttast að vegurinn hreinlega renni í sjó fram einn daginn. Aðstæður eru þannig að lítið er hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til að færa hann.
Meira

Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 34 í Feyki. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flytur á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur Sunna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira

Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar

Velheppnuðu rafrænu landsþingi Viðreisnar lauk í gær með kjöri Daða Más Kristóferssonar sem varaformanns Viðreisnar en áður hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verið endurkjörin formaður flokksins. Í stjórn voru kjörin: Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Tveir varamenn í stjórn eru Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir.
Meira

Eigið húsnæði fyrir tekjulága

Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis.
Meira

Afburða leikmenn með rætur til Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að fjórir afburða leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eigi rætur að rekja til staðarins. Það eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Meira

Skjólstæðingar mæti með grímu á heilsugæsluna

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu hafa skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HSN verið beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.
Meira