feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
14.07.2020
kl. 13.10
Í fréttum RÚV í vikunni var teiknuð upp sú mynd að flutningur opinberra starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar væri eðlileg þróun og ef að æðstu ráðamenn þjóðarinnar reyndu að andæfa gegn þessari þróun væri það kjördæmapot og spilling, helst í boði framsóknarmanna. Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.
Meira