A-Húnavatnssýsla

Húnavaka 2020 heppnaðist vel þrátt fyrir slæmt veður

Húnavaka 2020, bæjarhátíð Blönduósinga, var haldin hátíðleg um síðustu helgi. Þótti hátíðin lukkast vel þrátt fyrir að veður setti strik í reikninginn.
Meira

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent á Húnavöku

Húnahornið segir frá að síðastliðinn föstudag voru umhverfisverðlaun Blönduósbæjar fyrir árið 2020 afhent. Að venju voru verðlaunin afhent á fjölskylduskemmtun Húnavöku sem að þessu sinni fór fram innandyra í Íþróttamiðstöðinni sökum mikillar úrkomu úti fyrir.
Meira

Þegar orð og athafnir fara ekki saman - Lárus Ægir Guðmundsson skrifar

Þann 15. janúar 2004 skrifaði Jón E. Friðriksson þá stjórnarformaður Fisk eignarhaldsfélags ehf. undir viljayfirlýsingu vegna kaupa Fisk á Skagstrendingi hf. Fulltrúar Höfðahrepps, Adolf H. Berndsen oddviti og Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, lýstu stuðningi við meginmarkmið yfirlýsingarinnar enda var hún jákvæð fyrir atvinnulífið á Skagaströnd. Báðir bankastjórar Landsbankans sem sá um söluna, þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, lýstu yfir að þeir hefðu unnið að og styddu yfirlýsinguna.
Meira

Óvænt brúðkaup á söguslóðum í Húnvatnshreppi

Það gerist ekki oft að brúðguminn mæti til kirkju óafvitandi þess að hann sér að fara að kvænast. En þannig var það svo sannarlega í tilfelli Jökuls Helgasonar er Guðný Elíasdóttir kom honum á óvart með óvæntu brúðkaupi. Giftu þau sig í Þingeyrakirkju í Húnavatnshreppi þann 30. júní síðastliðinn, í miðri hestaferð, og má segja að athöfnin hafi komið brúðgumanum jafn mikið á óvart og gestunum.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 16 og til miðnættis. Lægð fer yfir landið í dag og henni fylgir talsverð úrkoma og vindur. Spáð er allhvassri eða hvassri norðaustanátt og talsverðri eða mikilli rigningu á Ströndum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Veðrið verður slæmt til útivistar.
Meira

Saumuðu 3000 poka á þremur árum

Haustið 2017 hófst mjög svo umhverfisvænt verkefni sem snérist um það að gera Blönduós að plastpokalausu samfélagi. Var hugmyndin sú að viðskiptavinir Kjörbúðarinnar á Blönduósi gætu fengið fjölnota poka lánaða og skilað þeim svo aftur í næstu búðarferð. Var það fyrir tilstilli Önnu Margrétar Valgeirsdóttur sem þetta verkefni byrjaði og nú, 3000 pokum og 500 klukkustundum síðar, ætlar hún formlega að hætta pokasaumaskapnum.
Meira

RÚV og þúfnahyggjan

Í fréttum RÚV í vikunni var teiknuð upp sú mynd að flutningur opinberra starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar væri eðlileg þróun og ef að æðstu ráðamenn þjóðarinnar reyndu að andæfa gegn þessari þróun væri það kjördæmapot og spilling, helst í boði framsóknarmanna. Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.
Meira

Nafli jarðar - myndir Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi

Föstudaginn 17. júlí kl. 17:00 verður opnuð sýning á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Nafli jarðar gefur að líta 127 málverk sem fengin eru að láni hjá ættingjum og vinum listamannsins.
Meira

9,5 milljónir úr Safnasjóði á Norðurland vestra

Úr aukaúthlutun sem Safnasjóður úthlutaði á dögunum fengu söfn á Norðurlandi vestra alls 9,5 milljónir króna til ýmissa verkefna. Alls var úthlutað 217.367.000 kr. úr sjóðnum: 111 styrkir úr aðalúthlutun safnasjóðs, 13 öndvegisstyrkir og 37 verkefni fengu flýtta aukaúthlutun 2020. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hlaut hæsta einstaka styrk safna á Norðurlandi vestra.
Meira