A-Húnavatnssýsla

Níu ára gamlar myndir úr Laufskálarétt

Sökum hertra sóttvarnaraðgerða sem nú eru í gildi vegna COVID-19 hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og réttir þetta haustið. Þannig eru til dæmis aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða sem mega mæta í réttir og fjöldatakmarkanir miðast við 100 manns. Það verður því ekki fjölmenni í Laufskálarétt þetta árið en Feykir birtir hér níu ára gamla myndasyrpu úr þeirri ágætu rétt en í dag eru nákvæmlega níu ár síðan myndirnar voru teknar.
Meira

Til hamingju Ísland! 25.000 undirskriftir! - Höldum áfram!

Þátttaka landsmanna í undirskriftasöfnuninni "Nýju stjórnarskrána strax!” hefur farið langt fram úr vonum og ekkert lát er á undirskriftum. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja markið enn hærra og stefna að 30 þúsund undirskriftum fyrir 20. október.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar komið í undanúrslitin í 4. deild

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar er aftur komið í undanúrslit í úrslitakeppni 4. deildar eftir að hafa lagt Hafnfirðingana í KÁ að velli á Blönduósi í gær. Oliver Torres gerði eina mark leiksins strax á 6. mínútu og þar við sat þrátt fyrir mikla baráttu. Húnvetningarnir mæta öðru liði úr Hafnarfirði í undanúrslitum, ÍH, og verður fyrri leikur liðanna á Blönduósvelli nú á laugardaginn.
Meira

Teitur Björn til liðs við Íslensku lögfræðistofuna

Teitur Björn Einarsson, lögmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september og verður með starfsstöð í Skagafirði. Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau saman tvo syni.
Meira

Plastlaus september 2020- Breytum til hins betra

Árvekniátakið Plastlaus september er nú í fullum gangi fjórða árið í röð. Vegna samkomutakmarkana hefur Plastlaus september einbeitt sér að því að miðla upplýsingum og hvatningu til fólks með rafrænum hætti og hefur það fengið afar góðar undirtektir, segir í tilkynningu samtakanna um Plastlausan september, en tekið er dæmi um veggspjaldið „30 leiðir til að minnka plastið“ sem hefur fengið góða dreifingu á samfélagsmiðlum.
Meira

Eitt smit á Norðurlandi vestra og níu í sóttkví

Kórónuveiran hefur enn og aftur löðrungað okkur Íslendinga en talað er um að þriðja bylgjan af COVID-19 hafi skollið á okkur undir lok síðustu viku. Langflest eru smitin á höfuðborgarsvæðinu og virðast einkum tengjast skemmtistöðum og háskólasamfélögunum. 242 einstaklingar eru nú með smit og í einangrun en ríflega 2100 eru í sóttkví.
Meira

35 þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár

Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár er farið af stað og alls taka 35 býli, víðsvegar um landið, þátt í verkefninu. Markmið þess er leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi í Skagafirði, að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.
Meira

Kalt í vikunni en spáð hlýrra veðri um helgina

Kuldaboli baular á Norðurlandi vestra þessa dagana og heldur því áfram megnið af vikunni samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar. Eitthvað hríðaði í nótt á svæðinu og þar sem flestallir eru væntanlega með farartæki sín á sumardekkjum er rétt að benda á að hálka eða hálkublettir eru á Þverárfjallsvegi, Vatnsskarði, Siglufjarðarvegi og á Öxnadalsheiði. Snjór var í Fljótum og inn til sveita. Hiti í byggð er nú víðast rétt ofan frostmarks og ekki gert ráð fyrir að hiti hækki í dag en reikna má með rigningu eða slyddu af og til.
Meira

Allt í járnum hjá Kormáki/Hvöt og KÁ

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og KÁ í átta liða úrslitum 4. deildar fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærdag. Húnvetningarnir byrjuðu með glæsibrag og náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og jöfnuðu síðan í blálokin og því er allt í járnum í rimmu liðanna.
Meira

Rabb-a-babb 190: Frímann Gunnarsson

Nafn: Frímann Gunnarsson. Fjölskylduhagir: Ég gæti sagt einhleypur, en mér finnst einstakur hljóma betur. Hvernig nemandi varstu? Til fyrirmyndar. Ég ræddi það svo sem ekki mikið við „kennara“ mína, enda fannst mér ég sjálfur hafa besta yfirsýn yfir mitt nám, því þó ég hafi að nafninu til gengið í gegnum hið hefðbundna íslenska skólakerfi, þá stjórnaði ég námi mínu sjálfur frá 1.bekk grunnskóla, enda stóð íslenska skólakerfið engan veginn undir væntingum mínum. Ég reyndi í einhvern tíma að koma mínum hugmyndum að en talaði fyrir daufum eyrum, þannig að á móti lokaði ég mínum eyrum fyrir boðskap „kennaranna“ og fór mínar leiðir. Þetta mættu miklu fleiri börn gera, a.m.k. bráðger börn og börn af mínu kaliberi, sem eru auðvitað ekki mörg.
Meira