A-Húnavatnssýsla

Lítil breyting á íbúafjölda milli mánaða

Lítil breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í ágúst en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Blönduósbæjar um níu en íbúum í Húnaþingi vestra fækkar um sömu tölu. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.427 1. september síðastliðinn sem er tveimur íbúum meira en 1. ágúst 2020 og 100 íbúum meira en 1. desember 2019.
Meira

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja

Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Meira

Ferðinni í Húsgilsdrag gerð skil í Feyki vikunnar

Í Feyki vikunnar er í ýmis horn að líta, eins og ávallt. Fastir liðir eins og venjulega, afþreying í boði hússins í bland við skemmtilega umfjallanir og viðtöl. Ferðasaga um leiðangur fámenns hóps í Húsgilsdrag þar sem minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskups fyrir siðaskipti, var festur á stein.
Meira

Nýsköpunarkeppni MAKEathon á Króknum

MAKEathon fer fram á Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Reykjavík og á Vestfjörðum dagana 10-18. september. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til í höndunum.
Meira

Stéttarfélög gera vel við félagsmenn sína

Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla á ný að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Að þessu sinni er stefnt á að halda alls sex námskeið, þrjú þeirra verða á netinu en hin þrjú staðarnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin og er öðrum en félagsmönnum í þessum félögum bent á að skoða rétt sinn hjá sínu félagi.
Meira

Jazz-tónleikar í Blönduósskirkju - Tónleikaröð sóknarnefndar

Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og píanistinn Agnar Már Magnússon munu koma fram á tónleikum í Blönduósskirkju sunnudaginn 13. september kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, en Andrés og Agnar fengu styrk frá Tónaland - landsbyggðartónleikar vegna verkefnisins. Á efnisskránni eru tónverk eftir þá félaga, auk laga eftir Jón Múla, Cole Porter og Luiz Bonfa.
Meira

Rafhleðslustöðvar á Húnavöllum

Á Húnavöllum hafa verið settar upp tvær rafbílahleðslustöðvar, tvisvar sinnum 22 kW hvor stöð, og því hægt er að hlaða fjóra rafbíla í senn og fræðilega getur hleðsla því orðið 88kW ef rafbílar gætu tekið við því afli. Til að heimtaug Húnavallaskóla fari ekki á yfirálag, ef hleðsla væri svo mikil á sama tíma og mikið álag væri á svæðinu, minnkar straumurinn að rafbílum sem því nemur og eru því hleðslustöðvar álagsstýrðar með nýjustu tækni í þeim málum.
Meira

Flottar myndir af Undirfells- og og Auðkúlurétt í Austur-Húnavatnssýslu

Réttað var víða á landinu um helgina í heldur misgóðu veðri. Fyrri part sunnudags var veðrið til friðs en eftir hádegi fór að rigna víðast hvar á Norðurlandi. Laugardagurinn skartaði hins vegar sínu fegursta og fengu þau sem gengu þann daginn, og drógu sitt fé, kjörið veður til þeirra verka. Fjölmargar myndir má finna á samfélagsmiðlum frá smölun og drætti en meðfylgjandi myndir tók Róbert Daníel Jónsson með hjálp flygildis frá Undirfellsrétt og Auðkúlurétt.
Meira

Kristján Þór opnaði fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Í síðustu viku opnaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð en frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. Alls voru 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Meira

Skautafélagið sterkara á svellinu

Skautafélag Reykjavíkur tók á móti liði Kormáks/Hvatar í 4. deildinni sl. föstudagskvöld og var leikið á Eimskipsvellinum í landi Þróttara. Heimaliðið átti möguleika á sæti í úrslitakeppni deildarinnar en þurfti nauðsynlega að vinna leikinn til að halda þeirri smugu opinni. Það hafðist sem þýðir að Húnvetningar eru enn ekki búnir að tryggja sér sætið en þeir þurfa að næla í stig í lokaleik sínum í B-riðli.
Meira