A-Húnavatnssýsla

Körfuboltabúðum Tindastóls aflýst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ákveðið að höfðu samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að aflýsa Körfuboltabúðum Tindastóls sem halda átti dagana 11.-16. ágúst. Uppselt var í búðirnar strax í byrjun júní. Áætlað er að taka upp þráðinn að ári og hressir körfuboltakrakkar mæti þá á Krókinn í ágúst 2021.
Meira

Eitt kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví

Nú hefur COVID smit verið staðfest í öllum landshlutum. Samkvæmt tölum inni á covid.is er einn í einangrun á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví. Alls greindust fjögur smit síðasta sólarhringinn, tvö á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og tvö við landamærin. Heildarfjöldi einstaklinga í einangrun á landinu eru í dag er 97 og 795 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
Meira

Sterkur sigur toppliðs Kormáks/Hvatar á einu af toppliðum B-riðils

Keppni í B-riðli 4. deildar í knattspyrnu er æsispennandi en rétt áður en COVID-frestun skall á í síðustu viku þá áttust lið Kormáks/Hvatar og SR við á Blönduósvelli. Fyrir leikinn voru Húnvetningarnir í efsta sæti riðilsins með 13 stig en SR, sem er b-lið Þróttara í Reykjavík, var í öðru sæti með 12 stig. Það var því mikið undir en heimamenn poppuðu upp með stigin þrjú eftir hörkuleik.
Meira

Næturnar hlýrri í ágúst - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, 4. ágúst, komu átta félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar eftir sumarfrí. Farið var yfir spágildi fyrir júnímánuð og voru menn nokkuð sáttir, eftir því sem fram kemur í skeyti klúbbsins. Þar kemur fram að þó ekki hafi verið gefin formlega út spá fyrir júlí voru menn sammála um að veðrið hafi verið eins og lá í loftinu að það yrði og fátt sem kom á óvart.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Stuðnings-Kríu

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sem hefur umsjón með mótframlagslánum til nýsköpunarfyrirtækja, hefur opnað fyrir umsóknir um mótframlagslán Stuðnings-Kríu og er umsóknafresturinn til 13. ágúst 2020.
Meira

Boðflennur

Athugasemd mín er ekki við einstakar greinar sem Alþingi er að föndra með, ekki bætur sem ríkisstjórnin, í samráði við formenn flokka eða fulltrúa þeirra, ætlar að sauma á gatslitna flík, ekki á neitt efnislegt frá ykkar hendi, því það sem þið ætlist fyrir, er vart sæmandi þjóðþingi í lýðræðislegu réttarríki. Athugasemd mín er í formi hugvekju, metafóru, líkingamáls, hvatningar, ögrunar, brýningar.
Meira

Glaðbeittir drengir á Goðamóti

64. Goðamót í 6. flokki karla í knattspyrnu fór fram helgina 25. - 26. júlí í Boganum á Akureyri. Að þessu sinni tóku þátt um tæplega 100 lið og fór hluti leikjanna fram utandyra að þessu sinni en er það í fyrsta sinn sem það er gert. Bæði Tindastóll og Kormákur/Hvöt sendu frá sér tvö lið.
Meira

900 gestir á níu dögum á Nafla jarðar

Sunnudaginn 26. júlí síðastliðinn lauk sýningunni Nafli jarðar í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós en þá hafði hún dregið að sér rúmlega 900 gesti á níu dögum. Á sýningunni gat að líta 123 verk eftir listamanninn, fræðimanninn og uppfinningamanninn Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989) sem bjó á Blönduósi frá 1944 til dauðadags.
Meira

Vilkó fær viðbótarhúsnæði

Á fréttavef Húna segir frá því að föstudaginn 24. Júlí síðastliðinn hafi Vilkó formlega fengið afhenta nýbyggingu fyrir starfsmenn Vilkó. Var það Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar sem afhenti Kára Kárasyni lyklavöldin. Viðstaddir athöfnina voru starfsmenn Vilkó og Ámundakinnar ásamt verktökum er að verkinu komu.
Meira

Sumarleikhús æskunnar sýnir Draum á Jónsmessunótt

Uppsetnig Sumarleikhúss æskunnar í ár verður Draumur á Jónsmessunótt. Sumarleikhús æskunnar er verkefni í eigu Handbendi brúðuleikhúss, en í ár er það sjálfur listrænn stjórnandi brúðuleikhússins, Greta Clough, sem leikstýrir styttri leikgerð á verki William Shakespeare, Draumi á Jónsmessunótt. Arnar Hrólfsson verður aðstoðarleikstjóri.
Meira