A-Húnavatnssýsla

Glæponssynir frá Hæli sigursælir á hrútasýningu

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt hrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal sl. fimmtudagskvöld. Tveir hrútar undan Glæponi frá Hesti hrepptu fyrstu sæti í flokki mislitra og hyrndra og komu báðir frá Hæli. Besti hrútur sýningarinnar kom hins vegar frá Hofi.
Meira

Ljós og hiti á landsbyggðinni

Það kostar margfalt meira að kveikja ljós í eldhúsinu hjá vini mínum sem býr á landsbyggðinni en heima á Akranesi. Er á þessu einhver skynsamleg og sanngjörn skýring? Nei, ekki þegar um er að ræða sjálfsagða grunnþörf hvers heimilis í nútímasamfélagi.
Meira

Neyðarstig almannavarna virkjað á miðnætti

Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti

Í gær mættust Kormákur/Hvöt og Hamar í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni 4. deildar. Leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti Reykjavíkur. Það voru Hvergerðingar sem gerðu eina mark leiksins og hömpuðu því beiskum bronsverðlaunum í leikslok en bæði lið spila áfram í 4. deild að ári.
Meira

Er lélegur kokkur að mati strákanna minna

Matgæðingur í tbl 35 í Feyki var hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Boltinn í dag og um helgina

Ótrúlegt en satt þá verður spilaður fótbolti og körfubolti í dag og um helgina. Kvennalið Tindastóls spilar á Akranesi í dag en leiknum var flýtt, átti að fara fram á morgun en hefst semsagt kl. 17:30 í dag í Akraneshöllinni. Með sigri verða Stólastúlkur meistarar í Lengjudeildinni sem sannarlega væri einstakur árangur í knattspyrnusögu Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Eitt bros getur skipt máli

Stundum þarf ekki annað en eitt bros til að gera daginn betri, hvort sem það ert þú sem gefur það frá þér eða að þú fáir bros frá einhverjum öðrum. Eitt fallegt bros fyrir þann sem hefur átt slæman dag gæti bætt upp daginn fyrir viðkomandi, það þarf oft svo lítið til að fá fólk til að brosa.
Meira

Húnakaffi, nýtt bakarí á Blönduósi

Húnakaffi er lítið handverksbakarí á Blönduósi sem Brynjar Þór Guðmundsson setti á fót í sumar eftir miklar vangaveltur og hvatningu bæjarbúa. Brauðin þykja afbragðsgóð og eykst vöruúrvalið með hverri vikunni sem líður. Feykir hafði samband við Brynjar Þór sem sagði frá tilurð bakarísins og framtíðarhorfur.
Meira

Ert þú að nota grímuna rétt?

Almannavarnir hafa gefið út myndband um grímunotkun. En þær eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar og annarra sóttvarna. Það er nauðsynlegt að nota grímurnar rétt annars gera þær ekkert gagn og veita falskt öryggi.
Meira

Bjarki stoltur af strákunum þrátt fyrir skell í Hafnarfirði

Síðari leikirnir í undanúrslitum 4. deildar fóru fram í gær og þar voru Húnvetningar með lið í eldlínunni. Kormákur/Hvöt sótti lið ÍH heim í Skessuna í Hafnarfirði. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi um liðna helgi þurftu bæði lið að sækja til sigurs og tryggja þannig sæti í 3. deild að ári. Því miður voru Hafnfirðingarnir í banastuði og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum. Lokatölur voru 7-1 og okkar menn því áfram í 4. deild.
Meira