A-Húnavatnssýsla

Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða

Þann 9. júlí sl. var 40 milljónum úr Öndvegissjóði Brothættra byggða úthlutað til sex verkefna í Brothættum byggðum. Á heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að fjórtán umsóknir hafi borist um styrki að upphæð kr. 162,5 milljónir en aðeins sex verkefni hlotið styrki.
Meira

Smökkuðu Bláan Opal í beinni

Blár Opal er eflaust það sælgæti sem Íslendingar sakna hvað mest miðað við orðið á götunni. Viðmælendur Feykis í tbl. 28 í spurningu vikunnar voru allavega sammála um að allir vildu fá Bláan Opal er þeir voru spurðir hvaða vöru þeir vildu fá aftur sem væri hætt í framleiðslu. Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100 duttu heldur betur í lukkupottinn í vikunni er þeim áskotnaðist heill pakki af sælgætinu goðsagnakennda og jöppluðu á því í beinni.
Meira

Þingmaður Pírata gefur út partýspil

Þingspilið - með þingmenn í vasanum - er komið í sölu á íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Spilið fer í prentun ef 800 þúsund krónur safnast og verður sent heim að dyrum fyrir næstu jól. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem er höfundur spilsins.
Meira

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.
Meira

Húnavaka 2020 heppnaðist vel þrátt fyrir slæmt veður

Húnavaka 2020, bæjarhátíð Blönduósinga, var haldin hátíðleg um síðustu helgi. Þótti hátíðin lukkast vel þrátt fyrir að veður setti strik í reikninginn.
Meira

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent á Húnavöku

Húnahornið segir frá að síðastliðinn föstudag voru umhverfisverðlaun Blönduósbæjar fyrir árið 2020 afhent. Að venju voru verðlaunin afhent á fjölskylduskemmtun Húnavöku sem að þessu sinni fór fram innandyra í Íþróttamiðstöðinni sökum mikillar úrkomu úti fyrir.
Meira

Þegar orð og athafnir fara ekki saman - Lárus Ægir Guðmundsson skrifar

Þann 15. janúar 2004 skrifaði Jón E. Friðriksson þá stjórnarformaður Fisk eignarhaldsfélags ehf. undir viljayfirlýsingu vegna kaupa Fisk á Skagstrendingi hf. Fulltrúar Höfðahrepps, Adolf H. Berndsen oddviti og Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, lýstu stuðningi við meginmarkmið yfirlýsingarinnar enda var hún jákvæð fyrir atvinnulífið á Skagaströnd. Báðir bankastjórar Landsbankans sem sá um söluna, þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, lýstu yfir að þeir hefðu unnið að og styddu yfirlýsinguna.
Meira

Óvænt brúðkaup á söguslóðum í Húnvatnshreppi

Það gerist ekki oft að brúðguminn mæti til kirkju óafvitandi þess að hann sér að fara að kvænast. En þannig var það svo sannarlega í tilfelli Jökuls Helgasonar er Guðný Elíasdóttir kom honum á óvart með óvæntu brúðkaupi. Giftu þau sig í Þingeyrakirkju í Húnavatnshreppi þann 30. júní síðastliðinn, í miðri hestaferð, og má segja að athöfnin hafi komið brúðgumanum jafn mikið á óvart og gestunum.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 16 og til miðnættis. Lægð fer yfir landið í dag og henni fylgir talsverð úrkoma og vindur. Spáð er allhvassri eða hvassri norðaustanátt og talsverðri eða mikilli rigningu á Ströndum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Veðrið verður slæmt til útivistar.
Meira