Grannaslagur í Mjólkurbikarnum á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
06.06.2020
kl. 19.51
Fyrsti alvöru fótboltaleikur sumarsins verður á morgun, sunnudag, þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum í Kormáki/Hvöt. Leikurinn hefst kl. 14:00 á gervigrasinu á Sauðárkróki og er liður í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Reikna má með hörkuleik þó hvorugt liðið hafi spilað fótboltaleik síðan snemma árs og spurning hvort leikmenn verði eins og beljur að vori – eða þannig.
Meira