A-Húnavatnssýsla

Fundað með ráðherrum og þingmönnum um aðkomu að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu

Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu áttu, um miðjan síðasta mánuð, fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einnig var fundað með fjórum þingmönnum Norðvesturkjördæmis þeim Haraldi Benediktssyni, Bergþóri Ólasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Sigurði Páli Jónssyni.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi

Golfklúbburinn Ós Blönduósi hélt meistaramót sitt dagana 3. og 4. júlí á Vatnahverfisvelli í ágætis veðri. Sigurvegari í meistaraflokki karla á 170 höggum var Eyþór Franzon Wechner, í öðru sæti á 175 höggum var Jón Jóhannsson og Valgeir M. Valgeirsson í þriðja sæti á 186 höggum. Birna Sigfúsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á 205 höggum og í öðru sæti var Jóhanna G. Jónasdóttir á 230 höggum.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands hefur sent frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra frá 1. desember 2019 til 1. júlí 2020 eða um 1,3% en það er fjölgun um 98 íbúa. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,8 % eða um 1.926 íbúa. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, á Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,5% en á Norðurlandi eystra um 0,1%.
Meira

Team Rynkeby á ferð um Skagafjörð í dag

Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla 850 km í kringum landið á tímabilinu 4.-11.júlí til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Hópurinn mun hjóla fal­leg­ar hjóla­leiðir í öllum landshlutum. Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Vegna Covid faraldursins hefur keppninni í ár verið frestað og ákveðið hefur verið að hjóla þess í stað innanlands.
Meira

Vegagerðin varar við blæðingum í slitlagi

Nú er tími mikilla ferðalaga um vegi landsins en einnig tími framkvæmda við vegakerfið og víða er nýlögð klæðning. Vegagerðin varar við því að vegna mikilla hita síðustu daga hefur orðið vart við blæðingar í slitlagi en af því getur skapast hætta.
Meira

Skinkuhorn, rabbabarapæ og Baby Ruth kaka

Húnvetningurinn Þorgils Magnússon bæjartæknifræðingur og Selfyssingurinn Viktoría Björk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSN-Blönduósi voru matgæðingar í 26. tbl. Feykir árið 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt þremur börnum sínum Eyjólfi Erni, Sveini Óla og Grétu Björgu.
Meira

Garðbæingar mæta á Krókinn á sunnudag

Það er fótbolti um helgina. Til stóð að lið Tindastóls og Knattspyrnufélags Garðabæjar (KFG) mættust á Króknum í kvöld en leiknum hefur verið frestað til sunnudags. Kvennalið Tindastóls spilar aftur á móti í höfuðborginni í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á Víkingsvöllinn og styðja vel við bakið á stelpunum.
Meira

Viðaukasamningur við Sóknaráætlun undirritaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, undirrituðu á dögunum viðaukasamning við Sóknaráætlun Norðurlands vestra en ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru þann 30. mars sl., að veita viðbótarfjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til að sporna við áhrifum Covid-19 á landsbyggðinni. Fjárhæðin sem veitt var til viðbótar nemur 200 milljónum króna og koma 26 milljónir í hlut Norðurlands vestra.
Meira

Bjóðum nýja Íslendinga velkomna

Á lokadegi Alþingis var samþykkt þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en fyrsti flutningsmaður er greinarhöfundur. Þetta var í annað sinn sem tillagan er lögð fyrir þingið og það ánægjulega gerðist að hún hlaut nú brautargengi.
Meira

Styrkir úr Innviðasjóði

Styrkjum hefur verið úthlutað úr Innviðasjóði en 28 verkefni hlutu styrk upp á samtals rúmar 340 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 77 umsóknir þar sem samtals var sótt um 900 milljónir króna.
Meira