Fundað með ráðherrum og þingmönnum um aðkomu að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.07.2020
kl. 11.57
Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu áttu, um miðjan síðasta mánuð, fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einnig var fundað með fjórum þingmönnum Norðvesturkjördæmis þeim Haraldi Benediktssyni, Bergþóri Ólasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Sigurði Páli Jónssyni.
Meira
