A-Húnavatnssýsla

Alþingi er ekki leikfang stjórnmálaflokkanna - Umsögn stjórnarskárfélagsins

Stjórnarskrárfélagið hefur í fyrri umsögnum um tillögur að stjórnarskrárbreytingum, sem komið hafa frá formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi undanfarið, hvatt til þess að lýðræðisleg vinnubrögð yrðu tekin upp og unnið að lögfestingu nýrrar og endurskoðaðrar stjórnarskrár í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðaði til 20. október 2012. Þau frumvarpsdrög sem hér eru til umsagnar eru enn einn vitnisburðurinn um að formenn flokkanna hafa ekki látið sér segjast og ætla ekki að virða vilja kjósenda og úrslit kosninganna. Þvert á móti er áfram unnið eins vilji stjórnmálaflokkanna eigi að ráða en ekki lýðræðislegur vilji fólksins. Félagið sér því ekki ástæðu til að fjalla efnislega um þessi drög heldur ítrekar að fullveldið er hjá þjóðinni og það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn.
Meira

Fæðingarsögur feðra

Oftast er það þannig að meiri athygli lendir á móður en föður við fæðingu barns, eftir fæðingu og einnig á meðgöngu. Feður vilja því stundum verða útundan í fæðingarumræðunni. Því vilja Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir breyta og hyggjast gefa út bók um fæðingarsögur feðra.
Meira

Olíuverð á landsbyggðinni

Á vorþingi sem frestað var í lok júní voru samþykkt ríflega 130 lagafrumvörp. Meðal þeirra voru lög um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Þessar breytingar eru raunar umtalsverðar, skipta ekki sköpum fyrir þjóðarhag en hafa þýðingu fyrir íbúa í dreifðum byggðum á Íslandi. Annars vegar voru lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara frá 1994 felld úr gildi. Þar með er ekki lengur lagt á sérstakt flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur til nota innanlands.
Meira

Gæsir merktar á Blönduósi

Síðasliðinn föstudag voru 45 grágæsir merktar á Blönduósi undir forystu Arnórs Þóris Sigfússonar fuglafræðings hjá Verkís. Blönduósbær lagði verkefninu lið og sendi nokkra vaska unga menn úr unglingavinnunni til þess að smala gæsum og hjálpa til við merkingarnar. Jón Sigurðsson gæsaáhugamaður segir frá þessu á Facebook síðu sinni þar sem meðfylgjandi myndir eru fengnar.
Meira

„Margir flottir og krefjandi leikir framundan“

Nú þegar Kormákur/Hvöt situr á toppi B-riðils í 4. deildinni þótti Feyki við hæfi að heyra hljóðið í þjálfara liðsins, Bjaka Má Árnasyni. „Ég er ánægður með síðustu leiki, vissulega er margt sem má gera betur en líka margt sem er búið að gera mjög vel. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og það er mjög erfitt að kvarta yfir því,“ segir Bjarki.
Meira

Gagnvirkt vefsvæði fyrir ferðalagið

Markaðsstofur landshlutanna, MAS, hafa ýtt úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta verkefni sem MAS hefur ráðist í.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar á eldi í Húnaþingi

Eftir rólega byrjun í 4. deildinni í sumar hefur lið Húnvetninga, Kormákur/Hvöt, gert gott mót að undanförnu og unnið fjóra leiki í röð og sitja nú á toppi B-riðils. Um helgina léku strákarnir á Hvammstangavelli við sunnlendingana í KFR sem voru fyrir leikinn í öðru sæti riðilsins, sæti ofar en K/H. Það var því ekki ónýtt að leggja gestina að velli en lokatölur voru 2-1.
Meira

Norðanátt og kólnandi veður næstu daga

Veðurútlitið næstu daga minnir frekar meira á haustspá en sumarspánna sem við óskum eftir. „Norðan­átt­in ger­ir sig aft­ur heim­an­komna um helg­ina og verður all­hvöss norðvest­an til og á Suðaust­ur­landi. Henni fylg­ir að venju úr­koma, nú í formi rign­ing­ar með svölu veðri á norðan- og aust­an­verðu land­inu en úr­komu­mest verður á sunnu­dag,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í hug­leiðing­um sín­um um veðrið næstu daga.
Meira

Orðsending til sláturleyfishafa

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu fagnar þeim tíðindum að samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sé í farvegi. Vonandi hefur þessi samruni í för með sér hagræðingu sem getur skilað sér í hærra afurðaverði til sauðfjárbænda. Stjórnin hvetur alla sláturleyfishafa til að borga ekki lægra verð heldur en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda á komandi sláturtíð (viðmiðunarverð birt á heimasíðu LS, 16. júlí 2020).
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira