A-Húnavatnssýsla

Engir Smábæjaleikar í sumar

Smábæjaleikunum á Blönduósi hefur verið aflýst í sumar en leikarnir hafa verið haldnir 16 sinnum og jafnan verið vel mætt til leiks. Smábæjaleikarnir eru fyrir knattspyrnulið yngri flokka og á síðasta ári voru 62 lið skráð til keppni með um 400 þátttakendum. Þá voru um 300 aðstandendur í fylgdarliði leikmanna.
Meira

Frumvarp um ferðagjöf kynnt í ríkisstjórn

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um ferðagjöf. Um er að ræða útfærslu á áður boðaðri aðgerð ríkisstjórnarinnar um 1,5 milljarða króna innspýtingu til að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Í frumvarpinu kemur fram að ferðagjöf er stafræn 5.000 króna inneign sem stjórnvöld gefa út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu má nýta ferðagjöfina til greiðslu hjá eftirtöldum fyrirtækjum sem hafa starfsstöð á Íslandi:
Meira

Nautasteik og eplaeftirréttur með kókos og súkkulaði

Á Mýrum 3 við austanverðan Hrútafjörð búa þau Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt fleira fólki. Á bænum er búið með fjölda nautgripa, 60 kýr og kálfa og einnig á þriðja hundrað fjár, einn kisa og einn hund ásamt þremur hestum.
Meira

Tún víða skemmd á Norðurlandi vestra

Ljóst er að víða koma tún illa undan snjóþungum vetri á Norðurlandi vestra samkvæmt heimildum Feykis og þá helst nýræktir og yngri tún. Á mörgum bæjum er verulegt kal og sum staðar taka tún hægt við sér þar sem enn er mikill klaki í jörðu og eiga því eftir að þorna.
Meira

Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar

Blönduósbær auglýsir á vef sínum til kynningar skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Um er að ræða breytingu vegna legu Þverárfjallsvegar og nýrra efnistökusvæða og Sorpförgunarsvæðis. Einnig er fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka.
Meira

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði í morgun

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi opnaði á ný í morgun, föstudaginn 22. maí. Flísaviðgerðum á sundlauginni er ekki lokið enn og verður hún því ekki opnuð strax. Í dag verður opið í potta, vaðlaug, köldu körin og gufuna. Þreksalurinn opnar svo næsta mánudag, 25. maí, klukkan 6:30.
Meira

Sumarstörf námsmanna hjá SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa tvö sumarstörf fyrir námsmenn. Störfin eru studd úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.
Meira

Vísnasafn Óskars Sigurfinnssonar í Meðalheimi gefið út á hljóðdiskum

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að fjölskyldan í Meðalheimi á Ásum í Austur Húnavatnssýslu hafi látið taka saman þó nokkuð af kveðskap Óskars Sigurfinnssonar, bónda í Meðalheimi og það skráð á tölvutækt form af Árna Geirhirti Jónssyni frá Fremstafelli. Feykir hafði samband við fjölskylduna í Meðalheimi og forvitnaðist örlítið um Óskar.
Meira

Uppstigningardagur

Í dag er upprisudagur, uppstigudagur eða uppstigningardagur, eins og hann er oftast nefndur, og haldinn hátíðlegur ár hvert á fimmtudegi 40 dögum eftir páska til að minnast himnaför Jesú Krists. Einnig er dagurinn kirkjudagur aldraðra á Íslandi.
Meira

Opinber störf á landsbyggðinni

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni náum við viðspyrnu um allt land.
Meira