A-Húnavatnssýsla

Risa hængur veiddist í Blöndu

Í gær veiddist stærsti fiskur sumarsins í Blöndu. Á FB síðunni Blanda-Svartá kemur fram að það hafi verið breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem tókst að landa 105 sentímetra löngum hæng á Breiðunni að norðanverðu eftir mikla baráttu. Tók fiskurinn rauða Frances með kón. Áður hafði veiðst 101 sentímetra hrygna í júní og tók hún svartan Frances með kón.
Meira

Góður árangur á Meistaramóti

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um síðustu helgi. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. Þar af voru 22 ungmenni frá ungmennasamböndunum á Norðvesturlandi.
Meira

Unnið að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum með auknu varaafli

Eftir óveðrið í vetur varð ljóst að bæta þyrfti rekstraröryggi fjarskiptastöðva og tryggja að almenningur geti kallað eftir aðstoð í neyðarnúmerið 112 í vá eins og þá skapaðist. Neyðarlínan fór því að vinna að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum víða um land með auknu varaafli og að fjölga færanlegum vararafstöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar og verða fimm þeirra í Skagafirði og sex í Húnavatnssýslum en annars staðar eru rafgeymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangurinn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur.
Meira

Meira en hundrað gönguleiðir komnar á blað

Hnitsetning gönguleiða var meðal átaksverkefna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, vegna áhrifa Covid-19. Ráðnir voru tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn við SSNV.
Meira

Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Listakoti Dóru

Næstkomandi laugardag, þann 11. júlí, verður opnuð sýningin Stúlkan og hrafninn í vinnustofunni í Vatnsdalshólum. Sýningin er byggð á þjóðsögunni sem varð til þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545.
Meira

Kjarnafæði og Norðlenska í eina sæng

Eig­end­ur Kjarna­fæðis og Norðlenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála varðandi samruna fé­lag­anna. Starfsemi Kjarnafæðis fer að mestu fram á Svalbarðseyri auk þess sem félagið á SAH-Afurðir á Blönduósi, sláturhús og kjötvinnslu, og um þriðjungshlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga. Norðlenska rekur stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, en slátrun og afurðavinnsla sauðfjár er á Húsavík. Einnig rekur Norðlenska sláturhús á Höfn í Hornafirði og söluskrifstofu í Reykjavík.
Meira

Laxveiði í Blöndu borgið í bili

Í síðustu viku var útlit fyrir að laxveiðin í Blöndu væri í hættu þar sem Blöndulón var óðum að fyllast vegna mikilla hlýinda í veðri síðustu daga á Norðurlandi. Veðurguðirnir sáu hins vegar að sér og kólnað hefur í veðri og vatnsborðið því lækkað um 6 sentimetra. Því mun yfirfallið verða seinna en virtist vera fyrir helgi. Vonast er nú til að júlímánuður sleppi en um leið og lónið fer í yfirfall verður áin óveiðanleg.
Meira

Héraðsmót USAH

Héraðsmót Ungmennasambands Austur-Húnvetninga verður haldið á Blönduósvelli í dag og næsta þriðjudag, 14. júlí, og hefst klukkan 18:00 báða dagana. Mótið er jafnframt minningarmót um Þorleif Arason sem lést 11. nóvember 1991. Mótið er fyrir 10 ára og eldri og þurfa þátttakendur að vera skráðir í aðildarfélög USAH. Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.
Meira

Fyrsti sigur Kormáks/Hvatar í höfn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann fyrsta sigur sinn í 4. deildinni þetta sumarið þegar þeir sóttu þrjú stig á Stykkishólmsvöll í gærkvöldi. Lokatölur voru 0-7 en gestirnir voru þremur mörkum yfir í hléi.
Meira

Húnavaka 2020

Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin dagana 16.-19. júlí. Er þetta í sautjánda sinn sem hátíðin er haldin og verður um nóg af velja fyrir gesti og gangandi. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt og er eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa.
Meira