A-Húnavatnssýsla

Knattspyrnan í pásu til og með 13. ágúst hið minnsta

Í gær varð ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fékk ekki undanþágu frá Heilbrigðisráðuneytinu til að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu mætti hefjast á ný. Því hefur öllum leikjum í meistaraflokki, 2. og 3. flokki verið frestað til og með 13. ágúst nk. en þá ætti að vera komið í ljós hvert framhaldið verður í fótboltanum.
Meira

Afurðaverð 2020 - Sauðfjárbændur krefjast leiðréttinga á afurðaverði

Árin 2016 og 2017 varð algjört hrun á afurðaverði sauðfjárbænda. Ástæðurnar voru af ýmsum toga. Einkum verðfall á erlendum mörkuðum og óhagstæð gengisþróun. Afleiðingin kom m.a. fram í óhóflegri birgðasöfnun hjá sláturleyfishöfum og hruni í afurðaverði til bænda.
Meira

Útsvarstekjur hækka mest á Norðurlandi vestra

Útsvarstekjur sveitarfélaga hækkuðu hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra síðustu sex mánuði frá sama tímabili í fyrra í samanburði við aðra landshluta. Tekjur einstakra sveitarfélaga sveifluðust mismikið til hækkunar og lækkunar. Þannig lækkuðu útvarstekjur Skagabyggðar um 15,5% sem er mesta lækkun á landinu öllu. Samanlagðar útsvarstekjur hjá sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum hækkuðu um 9,5% en um 2,3% ef tekur allra sveitarfélaga í landshlutanum er skoðaðar.
Meira

Íbúafjöldi stendur í stað milli mánaða

Engin breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í júlí en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Skagastrandar um 12 en fækkaði um 10 á Blönduósi. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.425 1. ágúst síðastliðinn sem er sami fjöldi og 1. júlí. Flestir búa í Sveitarfélaginu Skagafirði eða 4.100 og en þar fækkaði um þrjá milli mánaða.
Meira

Körfuboltabúðum Tindastóls aflýst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ákveðið að höfðu samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að aflýsa Körfuboltabúðum Tindastóls sem halda átti dagana 11.-16. ágúst. Uppselt var í búðirnar strax í byrjun júní. Áætlað er að taka upp þráðinn að ári og hressir körfuboltakrakkar mæti þá á Krókinn í ágúst 2021.
Meira

Eitt kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví

Nú hefur COVID smit verið staðfest í öllum landshlutum. Samkvæmt tölum inni á covid.is er einn í einangrun á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví. Alls greindust fjögur smit síðasta sólarhringinn, tvö á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og tvö við landamærin. Heildarfjöldi einstaklinga í einangrun á landinu eru í dag er 97 og 795 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
Meira

Sterkur sigur toppliðs Kormáks/Hvatar á einu af toppliðum B-riðils

Keppni í B-riðli 4. deildar í knattspyrnu er æsispennandi en rétt áður en COVID-frestun skall á í síðustu viku þá áttust lið Kormáks/Hvatar og SR við á Blönduósvelli. Fyrir leikinn voru Húnvetningarnir í efsta sæti riðilsins með 13 stig en SR, sem er b-lið Þróttara í Reykjavík, var í öðru sæti með 12 stig. Það var því mikið undir en heimamenn poppuðu upp með stigin þrjú eftir hörkuleik.
Meira

Næturnar hlýrri í ágúst - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, 4. ágúst, komu átta félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar eftir sumarfrí. Farið var yfir spágildi fyrir júnímánuð og voru menn nokkuð sáttir, eftir því sem fram kemur í skeyti klúbbsins. Þar kemur fram að þó ekki hafi verið gefin formlega út spá fyrir júlí voru menn sammála um að veðrið hafi verið eins og lá í loftinu að það yrði og fátt sem kom á óvart.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Stuðnings-Kríu

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sem hefur umsjón með mótframlagslánum til nýsköpunarfyrirtækja, hefur opnað fyrir umsóknir um mótframlagslán Stuðnings-Kríu og er umsóknafresturinn til 13. ágúst 2020.
Meira

Boðflennur

Athugasemd mín er ekki við einstakar greinar sem Alþingi er að föndra með, ekki bætur sem ríkisstjórnin, í samráði við formenn flokka eða fulltrúa þeirra, ætlar að sauma á gatslitna flík, ekki á neitt efnislegt frá ykkar hendi, því það sem þið ætlist fyrir, er vart sæmandi þjóðþingi í lýðræðislegu réttarríki. Athugasemd mín er í formi hugvekju, metafóru, líkingamáls, hvatningar, ögrunar, brýningar.
Meira