A-Húnavatnssýsla

Gullskórinn afhentur í Blönduskóla

Átaksverkefninu Göngum í skólann, sem hófst 9. september, lauk sl. föstudag en markmið þess eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er einn þeirra aðila sem að verkefninu stendur, segir að ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi sé að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti og ávinningurinn felist ekki aðeins í andlegri og líkamlegri vellíðan heldur sé þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Meira

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Til stendur hjá SSNV að auglýsa eftir umsóknum í næsta skref rannsókna á hagkvæmni smávirkjana á Norðurlandi vestra, kallað Skref 2. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Starir leigja Blöndu og Svartá

Ákveðið var á fundi í veiðifélagi Blöndu og Svartár í gærkvöldi að gengið skyldi til samninga veiðifélagið Starir um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá að því að hermt er á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar segir að samkvæmt tilboði Stara verði samið til fimm ára og samkvæmt góðum, en þó ónafngreindum heimildum, sé leiguverð í námunda við 60 milljónir. Veiðifélagið Starir leigir m.a. Þverá/Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna, Straumana, Litlu-Þverá og Langadalsá við Djúp.
Meira

Fjölbrautaskólinn mikilvægur á Norðurlandi vestra

Haldið var upp á 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta laugardag og var öllum velunnurum skólans boðið til afmælisdagskrár á sal Bóknámshússins. Í tilefni tímamótanna fékk skólinn 10 milljón að gjöf frá KS. Að lokinni dagskrá var boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans.
Meira

Heilsudagar á Blönduósi hefjast í dag

Heilsudagar á Blönduósi hefjast í dag og standa til laugardags með fjölbreyttri heilsusamlegri dagskrá fyrir unga sem aldna. Markmið daganna er að hvetja íbúa til hreyfingar og að huga vel að heilsu sinni. Þessa daga verður frítt í alla tíma á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi en einnig verður boðið upp á skipulagða gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Dagarnir eru haldnir í samstarfi við íþróttafélögin sem hvetja nýja iðkendur til að koma og prófa hinar ýmsu íþróttir gjaldfrjálst í vikunni.
Meira

Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat

Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman að því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat.
Meira

Sex ökumenn stöðvaðir undir áhrifum ávana- og fíkniefna sl. viku

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra í nótt sem teknir voru með tæplega 80 grömm af meintum kannabisefnum í söluumbúðum. Voru þeir stöðvaðir við akstur og mældist kókaín og kannabis í þvagi ökumanns. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahunds við leit en efnin voru vandlega falin í vélarými bifreiðarinnar.
Meira

Handverk, hönnun og gott í gogginn í Hlíðarbæ

Nú um helgina verður efnt til veglegrar handverks- og hönnunar- og matarveislu í Hlíðarbæ, rétt norðan við Akureyri. Þar munu handverksfólk og hönnuðir kynna vöru sína og vefverslanir og bændur bjóða vöru til sölu BEINT FRÁ BÝLI. Einnig verður kór Möðruvallaklausturskirkju með veglegan kökubasar
Meira

Laxveiði lýkur senn

Nú fer veiði senn að ljúka í laxveiðiám landsins og nú þegar hafa nokkrar ár skilað inn lokatölum. Sem fyrr er veiðin mun tregari í sumar en undanfarið í flestum húnvetnsku ánum en þó hafa Laxá á Ásum og Hrútafjarðará/Síká skilað fleiri löxum nú en allt sumarið í fyrra.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Meira