A-Húnavatnssýsla

Uppskriftir stríðsáranna - öðruvísi matreiðslubók

Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Uppskriftir stríðsáranna sem er forvitnileg uppskriftabók þar sem leitað er í handskrifaðar matreiðslubækur systranna Sigurlaugar (f. 1924) og Guðbjargar (f. 1919, d. 2013) Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga sem stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Höfundar eru Anna Dóra Antonsdóttir sem er dóttir Sigurlaugar, og Kristrún Guðmundsdóttir.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2020 en Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefnum, utan höfuðborgarsvæðisins, sem þegar hafa fest sig í sessi. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.
Meira

Baráttumál VG að verða að veruleika

Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Meira

Bogfimisamband Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. desember sl. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Meira

Ársfundur Norðurstrandarleiðar

Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Á fundinum kynntu verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir verkefnið og það starf sem unnið hefur verið á undanförnum misserum ásamt því að segja frá því sem framundan er.
Meira

Fæðingaorlof í 12 mánuði

Á dögunum mælti félags- og barnamálaráðherra fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði.
Meira

Skíðavertíðin að hefast

Nú fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá skíðadeild Tindastóls en í tilkynningu segir að stefnt sé á að yngri kynslóðin hittist á skíðasvæðinu 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur verður í boði og vonandi nógur snjór í fjallinu til að geta, alla vega, rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, eða sem betra væri, að komast á skíði.
Meira

Desemberuppbót atvinnuleitenda 2019

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 83.916 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
Meira

Saltfisklummurnar og Rauði kjúklingurinn

Guðrún Pálsdóttir og Ólaf Bernódusson á Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 44. tbl. ársins 2012. „Við hjónin erum frekar heimakær en þegar við erum ekki heima þá kunnum við best við okkur einhvers staðar á göngu í óbyggðum og höfum verið illa haldin af Hornstrandaveiki síðastliðin tólf ár. Það má segja að ég sjái að mestu leyti um eldamennskuna á heimilinu en Óli kemur oft með skemmtilegar hugmyndir um matargerð sem ég reyni svo að framfylgja með hans aðstoð, þannig að við erum yfirleitt ágæt þegar við leggjum saman,“ sagði Guðrún.
Meira

Málþing samráðshóps um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra

Nýlega hélt samráðshópur um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra málþing um bætta þjónustu og samræmt verklag í heimilisofbeldismálum. Samráðshópurinn hefur verið starfandi frá því í desember á síðasta ári og hafa félagsþjónustur, barnavernd, lögregluembættið og heilbrigðisstarfsfólk svæðisins unnið að bættu verklagi í heimilisofbeldismálum síðan þá. Nú hafa félagsþjónustur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra skrifað undir samstarfssamning við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um verklagið sem miðar að því að bæta þjónustu við þolendur og gerendur heimilisofbeldis.
Meira