Uppskriftir stríðsáranna - öðruvísi matreiðslubók
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.12.2019
kl. 15.08
Út er komin hjá bókaforlaginu Espólín bókin Uppskriftir stríðsáranna sem er forvitnileg uppskriftabók þar sem leitað er í handskrifaðar matreiðslubækur systranna Sigurlaugar (f. 1924) og Guðbjargar (f. 1919, d. 2013) Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga sem stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Höfundar eru Anna Dóra Antonsdóttir sem er dóttir Sigurlaugar, og Kristrún Guðmundsdóttir.
Meira
