A-Húnavatnssýsla

Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks

Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
Meira

Blönduós heilsueflandi bær

Frá Heilsuhópnum á Blönduósi Íbúar bæjarins hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar ,,Heilsudagar á Blönduósi“ sem stóðu yfir frá 23.-28. september. Markmiðið með þessum flottu dögum var einfalt. Að hvetja fólk til að huga vel að heilsunni og hreyfa sig markvisst sem tókst ágætlega og ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Valdimar Guðmannsson á Blönduósi í viðtali - Uppselt á fjármögnunarkvöld Kótilettufélagsins

Nýlega lauk viðgerðum á kirkjugarðsveggnum á Blönduósi sem staðsettur er uppi á brekkunni ofan við gömlu kirkjuna vestan Blöndu. Um steyptan vegg er að ræða sem veður og vindar hafa níðst á, slitið og tært með árunum. Valdimar Guðmannsson, formaður stjórnar kirkjugarðsins, hefur staðið í fararbroddi vegna framkvæmda og viðhalds garðsins og forvitnaðist Feykir um verkið og fjármögnunina. Meðal annars stendur til að halda veglegt kótilettukvöld þann 28. þessa mánaðar þar sem allur hagnaður mun renna til viðhalds og tækjakaupa fyrir garðinn.
Meira

Loftslagsverkfall á Blönduósi

Nemendur í 7. og 8. bekk Blönduskóla slepptu skóla klukkan 11:00 í morgun til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans, eins og segir á heimasíðu Blönduskóla.
Meira

Viðburðastjórnun sem valgrein í Höfðaskóla

Á þessu skólaári er boðið uppá viðburðarstjórnun sem valgrein á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Fyrsti viðburður vetrarins var sl. miðvikudag þegar unglingarnir héldu spila- og leikjakvöld fyrir nemendur í 5. - 7. bekk. Kvöldið þótti heppnast vel og voru allir himinlifandi með þetta uppábrot, eftir því sem fram kemur á vef skólans.
Meira

Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga skuli virtur

Sveitarstjórn Skagastrandar ræddi á fundi sínum í gær um fyrirhugaða lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga í landinu. Hvetur sveitarstjórn Alþingi til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga. Telur sveitarstjórn að tillagan gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvinguninni er ætlað að ná til en sé engu að síður kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, fimmtudag 26. september, milli klukkan 16 og 18. Á dagskránni verður opnunarhátíð fyrir nýtt varanlegt listaverk sem er gjöf til Skagastrandar, búið til af Rainer Fest. Hefst hún stundvíslega klukkan 16.
Meira

Nýr kaffidrykkur frá KS

Mjólkursamlag KS í samstarfi við Te & Kaffi hefur sett á markað markað nýjan kaldbruggaðan kaffidrykk undir nafninu Íslatte. Drykkurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur er hér á landi úr kaffibaunum frá Te og kaffi og íslenskri mjólk og þróaður í samvinnu við kaffisérfræðinga Te og kaffi.
Meira

Kröfuganga gegn loftslagsbreytingum

Á morgun, föstudaginn 27. september klukkan 11:00, ætla nemendur 7. og 8. bekkjar í Blöndskóla að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum. Það hyggjast þeir gera með því að sleppa því að mæta í skólann og fara í kröfugöngu. Með þessu eru krakkarnirað feta í fótspor sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg sem hefur nú í rúmt ár farið í skólaverkfall á föstudögum í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagbreytingum.
Meira