A-Húnavatnssýsla

Vatnsdalsvegi lokað vegna vatnavaxta

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Vatns­dals­vegi hef­ur verið lokað við bæ­inn Hjalla­land vegna vatna­vaxta. Á vefnum kemur fram að skemmd­ir vegna vatna­vaxta séu all­víða, ekki síst á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi.
Meira

Snyrtu umhverfið á degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur sl. mánudag, 16. september, og af því tilefni voru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tilefni dagsins vörðu allir nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd tíma úti við og unnu verkefni af ýmsum toga. Nemendur unglingastigs tóku sig til og tíndu rusl í nágrenni skólans.
Meira

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.
Meira

Sektir vegna umferðarlagabrota hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra nemur alls rúmum 322 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði sl. mánudag ökumann sem ók bifreið sinni á 170 km/klst. á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaður bifreiðarinnar ók á 80 km/klst. umfram leyfilegan hámarkshraða. Á Facebooksíðu Lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi þurft að greiða 240.000 kr. sekt á vettvangi sem og að honum var gert að hætta akstri bifreiðarinnar og þurfti farþegi að taka við. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Meira

Árleg inflúensubólusetning

Árleg inflúensubólusetning verður á starfsstöðvum HSN á Norðurlandi vestra næstu vikur. Bólusett verður á heislugæslustöðvum á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og á Hofsósi.
Meira

Sýndarveruleiki í markaðssetningu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, opna formlega verkefnið Digi2Market með ráðstefnu um stafrænar lausnir í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Markmið ráðstefnunnar er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Sagt er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Heilsudagar á Blönduósi

Heilsuhópurinn á Blönduósi boðar til heilsudaga sem haldnir verða á Blönduósi dagana 23. - 28. september í þeim tilgangi að efla hreyfingu og heilbrigt líferni innan sveitarfélagsins. Hópurinn mun leita eftir samstarfi við íþróttafélögin en auk þess mun Kjörbúðin gefa ávexti sem boðið verður upp á í íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd verður með ókeypis heilsufarsmælingu á HSN á Blönduósi.
Meira

Húnvetningar enduðu í fjórða sæti 4. deildar

Á laugardag mættust lið Kormáks/Hvatar og Hvíta riddarans í leik um bronsverðlaunin í 4. deild. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og ekki fór bronsið norður því það voru Mosfellingarnir sem höfðu betur og sigruðu 4-3.
Meira

Lætur Guðrúnu frá Lundi passa upp á hámarkshraðann

Ingunn Ásdís Sigurðardóttir var viðmælandi í Bók-haldinu í 39. tbl. Feykis 2018. Ingunn, sem titlar sig sem sérkennara á eftirlaunum, móður, ömmu, vinkonu og margt fleira, hefur lengi verið búsett á Sauðárkróki og starfað sem sérkennari við Árskóla. Ingunn segir lestrarvenjur sínar hafa tekið talsverðum breytingum í tímans rás og listinn yfir lesefni hennar er afar fjölbreytilegur enda segist hún eiga þó nokkur hundruð bóka í bókahillum heimilisins.
Meira

Lýsa furðu sinni á því að ekki hafi verið látið reyna á nýjan samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

Byggðaráð Blönduósbæjar harmar bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 9. september sl., um að enda það samstarf sem verið hefur í 20 ár á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks, sérstaklega þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í því samstarfi á síðustu árum verið svokallað „Leiðandi sveitarfélag“ og því hefur stór hluti fagþekkingar og þjónustu verið byggður upp í Skagafirði. Þetta kemur fram í bókun ráðsins sl. fimmtudag.
Meira