A-Húnavatnssýsla

Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands ætla að vera á ferð og flugi um Norðurland í október og nóvember og bjóða áhugasömum til viðtals um verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, s.s. DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða annað sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna.
Meira

Á íslensku má alltaf finna svar!

„Á íslensku má alltaf finna svar,“ las frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands í gærmorgun inn á tölvuforrit sem safnar röddum Íslendinga til að nota í samskiptum við snjalltæki framtíðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lásu svo hinar þrjár línurnar úr kvæði Þórarins Eldjárn um íslenskuna. Þannig lána þau sínar raddir til máltæknilausna sem nú eru í smíðum.
Meira

Landsnet stofnar verkefnaráð vegna Blöndulínu 3

Landsnet vinnur að stofnun verkefnaráðs til undirbúnings Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Markmiðið með nýju línunni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi þannig að það ráði betur við truflanir og auki hagkvæmni í orkuvinnslu með samtengingu virkjanasvæða. Mun raforkukerfið þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Íbúðaverð hækkar mest á landsbyggðinni

Umsvif byggingageirans minnkuðu lítillega í maí og júní sé miðað við veltu en á fyrstu mánuðum ársins hafði þegar tekið að hægja á vexti hans. Samdrátturinn er svipaður og í öðrum atvinnugreinum, en sögulega hafa sveiflur í byggingariðnaði oft verið meiri. Eins hefur dregið úr innflutningi á byggingarhráefnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Meira

Sjávarútvegsráðherra vill styrkja minnihlutavernd í veiðifélögum

Styrking minnihlutaverndar í veiðifélögum, aðkoma Hafrannsóknastofnunar að gerð arðskráa og afnám milligöngu hins opinbera um greiðslu kostnaðar af arðskrármati eru áherslur í frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna tillögur að þremur meginbreytingum á núgildandi lögum:
Meira

Ný spennusaga frá Merkjalæk

Út er komin bókin Innbrotið eftir Sigurð H. Pétursson, fyrrverandi héraðsdýralækni í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Bókaútgáfan Merkjalækur í Austur-Húnavatnssýslu sem gefur bókina út.
Meira

Árangur í verki - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Heilbrigðis- og umhverfisráðherra okkar hafi einnig staðið sig með miklum sóma.
Meira

Saumaði íslenska búninginn á strákana sína

Friðfinna Lilja Símonardóttir sagði lesendum frá handavinnunni sinni í 12. tbl. Feykis árið 2018. Friðfinna býr í Keflavík en er uppalin á Barði í Fljótum. Hún hefur lengi haft áhuga á margs kyns handverki og meðal annarra starfa sem hún hefur gegnt var starf hannyrðakennara við Grunnskólann á Hofsósi en þar bjó hún um nokkurra ár skeið. Hún segir að skemmtilegustu verkefnin séu að prjóna á barnabörnin en hún og maður hennar eiga samtals sex barnabörn.
Meira

Sigurdís Sandra fetar í fótspor afabróður síns, Jónasar Tryggvasonar, og semur kórverk

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, frá Ártúnum í Blöndudal, stundar rytmískt píanónám við Syddansk Musikkonservatorium í Óðinsvéum í Danaveldi. Í næstu viku mun Odense Kammerkor frá Danmörku halda tónleika á Íslandi þar sem meðal annars verk eftir Sigurdísi Söndru Tryggvadóttur verður flutt. Verkið er samið við ljóðið Ísland, eftir afabróður Sigurdísar, Jónas Tryggvason frá Finnstungu en Jónas var brautryðjandi í tónlistarstarfi í Austur-Húnavatnssýslu á sínum tíma og samdi sjálfur nokkur kórverk, það þekktasta, Ég skal vaka.
Meira

Eplakaka með mulningi

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.
Meira