A-Húnavatnssýsla

Rauð viðvörun og óvissustig almannavarna vegna ofsaveðurs

Viðvörunarstig fyrir Strandir og Norðurland vestra hefur nú verið fært úr appelsínugulu yfir í rautt annað kvöld og er þetta í fyrsta sinn sem viðvörun hefur verið færð upp í rautt. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar á landinu hafa lýst yfir óvissustigi á morgun.
Meira

Óskað eftir tilnefningum um Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stendur að vanda fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið, með einni undantekningu þó, síðustu 18 ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2019 verður með svipuðu sniði og síðustu ár.
Meira

Vonskuveður í uppsiglingu

Allt útlit er fyrir vonskuveður um stærstan hluta landsins næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Miðhálendið og svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur um og allt austur að Langanesi. Reiknað er með hvassri norðaustanátt með snjókomu um vestan- og norðanvert landið frá morgundeginum og fram eftir miðvikudegi.
Meira

Königsberg kjötbollur og bökuð epli

Matgæðingar í 47. tbl. Feykis 2017 voru þau Marteinn Svanur Pálsson og Saskia Richter. Saskia er þýsk og Marteinn frá Blönduósi en þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt litlu dótturinni Freyju Náttsól. Marteinn starfar hjá Steinull og Saskia á Hótel Tindastóli. Marteinn segir að þau hafi svona mátulega gaman af að elda. „Mér finnst ágætt að grilla og svona en Saskia eldar mjög mikið af alls konar mat og finnst skemmtilegast að elda gúllas eða graskerssúpu.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kjalarland á Skagaströnd

Þetta nafn finst ekki í DI. En samt leikur enginn efi á því, að það er óbrjálað nafn, og óbreytt er það í öllum jarðabókum. (Sjá J. og Ný J.bók – Jarðabók 1703 (Kialar).)
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Laugardaginn 7. desember kl. 15:00 verður lesið úr nokkrum nýjum bókum á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra undir meðaltali

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnutekjur árin 2008-2018 eftir atvinnugreinum og landshlutum. Skýrslan byggir á gögnum sem fengin voru frá Hagstofu Íslands sem vann þau úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra. Skýrslan er sett fram á aðgengilegarn hátt þar sem gögn eru fyrst og fremst sett fram á myndrænan hátt
Meira

Úthlutað úr smávirkjanasjóði

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var sl. þriðjudag, var lagt fram minnisblað fagráðs Smávirkjanasjóðs SSNV vegna úthlutunar úr skrefi 2 sem snýr að mati á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaði. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í september síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 30. október.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka var kjörin maður ársins fyrir árið 2018 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2019.
Meira

Vönduð tónlist í aðdraganda jóla - Skúli Einarsson og Jólahúnar

Jólahúnar munu halda sína árlegu tónleika um helgina en í ár verða tvennir tónleikar í Ásbyrgi á Laugarbakka á föstudaginn, Félagsheimilinu á Blönduósi daginn eftir og í Fellsborg á Skagaströnd sunnudaginn 8. des. Að sögn Skúla Einarssonar á Tannstaðabakka hefur undirbúningur gengið vel.
Meira