A-Húnavatnssýsla

Húnvetningar enduðu 4. deildina með sigurleik

Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blönduósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Ljóst var fyrir leikinn að Kormákur/Hvöt átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni 4. deiildar eftir tap gegn ÍH í umferðinni á undan en þeir mættu að sjálfsögðu stoltir til leiks og báru sigurorð af Þingeyingunum úr Aðaldal. Lokatölur 3-1.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Mjólkurhús í nýju hlutverki

Sjálfsagt eru þeir margir Íslendingarnir sem aldrei hafa gefið sér tíma til að staldra við í Húnaþingi, heldur gefa í og bruna eftir hinum tiltölulega beinu og breiðu vegum sýslunnar. Það er þó full ástæða til að gefa sér örlítið tóm og bregða út af vananum því svæðið býður upp á fjölmörg falleg náttúrufyrirbrigði og víða er hægt að leggja lykkju á leið sína án þess að það þurfi að taka svo afskaplega mikið af hinum dýrmæta tíma sem margir eru alltaf í kapphlaupi við. Einn af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi er að aka til tilbreytingar veg nr. 715 um Víðidalinn að austan og virða dalinn fyrir sér frá annarri hlið en venjan er og jafnvel að skreppa fram í hin stórfenglegu Kolugljúfur sé ekki verið að flýta sér of mikið.
Meira

Íslensk kjötsúpa og frönsk súkkulaðikaka

„Okkur hjónunum þykir mjög skemmtilegt að bjóða í mat og er það yfirleitt karlpeningurinn sem eldar á þessum bæ,“ segja margæðingar vikunnar í 31. tbl. Feykis 2016, þau Birkir Þór Þorbjörnsson og Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Hvammstanga. Þau buðu upp á uppskriftir af íslenskri kjötsúpu og franskri súkkulaðiköku.
Meira

Fjölmennur fundur landbúnaðarráðherra með sauðfjárbændum

Fundur Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með sauðfjárbændum á Norðurlandi vestra var haldinn í Víðihlíð þann 15. þ.m. og var hann vel sóttur. Á fundinn mættu einnig Haraldur Benediktsson alþingismaður, sem veitti samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga formennsku og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og nýkjörinn formaður samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamningsins.
Meira

Erfitt að segja til um hvað veldur minni veiði

Nýjustu tölur um veiði í laxveiðiám landsins eru nú komnar á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is en þar birtast nýjar tölur vikulega. Þar er gert að umræðuefni að veiðin í nokkrum ám norðan heiða er fremur dræm og er það að mörgu leyti frábrugðið því sem gerist í öðrum landshlutum en þar hafa margar ár verið með meiri, eða jafnvel mun meiri veiði en í fyrra.
Meira

Gæsaveiðimenn ánægðir með eftirlit lögreglunnar

Lögreglan á Norðurlandi vestra og Lögreglan á Suðurlandi hafa það sem af er sumri átt mjög gott samstarf um eftirlit á hálendinu en umdæmin ná saman. Hefur lögreglan m.a. sinnt eftirliti á Kjalvegi sem er afar fjölfarinn vegur og liggur um bæði umdæmin.
Meira

Um 300 sauðfjárbændur höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma

Í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 er sett skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.
Meira

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Meira

Norðurlands Jakinn á Norðurlandi um helgina

Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins, er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi um komandi helgi. Norðurlandsjakinn er keppni í anda Vestfjarðarvíkingsins þar sem keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar í landsfjórðungnum. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt verður á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og við Mývatn.
Meira

Svekkjandi tap á móti ÍH – úrslitakeppnin úr sögunni

Kormákur/Hvöt heimsótti ÍH í Hafnarfjörðinn síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Kormákur/Hvöt í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki og enn í baráttunni um að komast í úrslitakeppni 4. deildarinnar. ÍH var í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Allt undir og mjög mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum
Meira