A-Húnavatnssýsla

Skotfélagið Markviss fagnar 30 árum

Skotfélagið Markviss fagnaði 30 ára afmæli á laugardaginn, þann 2. september, en félagið hefur starfað óslitið frá því það var stofnað af nokkrum áhugamönnum á Hótel Blönduósi þann 2. september 1988.
Meira

Antje mætt til að flytja hey til Noregs

Í gær hófst vinna við að skipa út heyi í flutningaskipið MV Antje sem liggur nú við Sauðárkrókshöfn. Heyið fer til Noregs en þar varð uppskerubrestur í sumar vegna þurrka eins og kunnugt er. Í þessari ferð er áætlað að flytja um 5000 heyrúllur og 15 gáma eða um 1000 stórbagga.
Meira

Líklegt að eldislax hafi veiðst í Vatnsdalsá

Líkur eru taldar á að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá sl. föstudag. Greint er frá þessu á mbl.is á laugardag og rætt við Björn K. Rúnarsson, leigutaka og staðarhaldara í Vatnsdalsá.
Meira

Göngur og réttir framundan

Nú eru göngur og réttir á næsta leiti, annasamur tími til sveita en jafnframt tími mannamóta og gleði. Því fylgir væntanlega eftirvænting hjá flestum bændum að sjá fé sitt koma af fjalli og hvernig það er haldið eftir dvöl í sumarhögunum.
Meira

Ofnbakaður þorskur með pistasíum og ís í ætri skál

„Aðalrétturinn er í boði Eldhússagna (eldhussogur.com) og er þetta einn besti fiskréttur sem við höfum bragðað. Ekki skemmir heldur fyrir að auðvelt er að slá um fyrir sér og setja matinn á disk og bera fram þannig að líti út eins og meistarakokkar hafi framreitt hann,“ sögðu matgæðingar 32. tbl. Feykis 2016, þau María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson á Sauðárkróki.
Meira

Það sem ömmur gera…… - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir Syðri – Löngumýri

Jón Gíslason á Stóra Búrfelli, vinur minn og skólabróðir úr Húnavallaskóla, skoraði á mig að skrifa þennan pistil og því er ég sest niður og brýt heilann um hvað mig langi að tjá mig um að þessu sinni.
Meira

Vatnsdalsá og Skarðsá metnar sem hagkvæmustu virkjunarkostirnir

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um niðurstöðu skýrslu um virkjunarkosti á Norðurlandi vestra sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Á vef SSNV segir að tæplega 60 manns hafi sótt kynningarfund á vegum samtakanna sem haldinn var á Blönduósi í gær en þar kynnti höfundur skýrslunnar, Bjarki Þórarinsson frá Mannviti efni hennar.
Meira

Malbikunarframkvæmdir á Blönduósi

Á næstu dögum stendur til að hefja malbikunarframkvæmdir á Blönduósi og er undirbúningur fyrir þær á lokastigi. Nauðsynlegt er að loka fyrir umferð um nokkur svæði sem tilbúin eru til malbikunar að því er segir á vef Blönduósbæjar þar sem beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að skapa. Tilkynnt verður um lokanir á einstaka götum þegar nær dregur. Yfirlagnir á götum eru háðar veðri og verður að vera þurrt þá daga sem malbikun fer fram. Gert er ráð fyrir að verktíminn standi fram til 20. september nk.
Meira

SSNV og Farskólinn semja um stuðning samtakanna við námskeið fyrir bændur

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hyggst standa fyrir námskeiðshaldi fyrir bændur á komandi vetri. Námskeiðin munu miða að því að veita bændum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við hugmyndafræðina bak við Beint frá býli. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra frá árinu 2017 og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) verða bakhjarl námskeiðanna. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Óvenjulegt skýjafar í kvöldblíðunni í gær

Það hefur um margt verið óvenjulegt þetta sumar sem okkur hér fyrir norðan hefur verið skaffað. Veðrið hefur verið allra handa og þannig hefur glansmynda-miðnætursólum í lognstillum verið skammtað í óvenju litlu magni. Í gærkvöldi, upp úr fréttum, voru þó margir sem tóku eftir óvenjulega mögnuðu skýjafari í kvöldsólinni eins og sjá má á myndbirtingum á samfélagsmiðlum.
Meira