A-Húnavatnssýsla

Sveitarstjóri ráðinn á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur ráðið Alexöndru Jóhannesdóttur lögfræðing sem sveitarstjóra. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær miðvikudaginn 12. september með öllum greiddum atkvæðum.
Meira

Kannabisræktun á Skagaströnd

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi á Skagaströnd í gær. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tækja til framleiðslu á landa. Þá var lagt hald á tunnur með gambra. Eins var lagt hald á önnur efni sem send verða til greiningar.
Meira

Ari Jóhann Sigurðsson nýr formaður Heilbrigðisnefndar

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, sem haldinn var í gær, var Ari Jóhann Sigurðsson kosinn formaður nefndarinnar. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.
Meira

Mikið tjón í eldsvoða á Víkum í nótt

Ljóst er að mikið tjón varð er skemma á bænum Víkum á Skaga brann til kaldra kola í eldsvoða í nótt. Skemman stóð skammt frá bænum en ekki var hætta á að eldurinn bærist í aðrar byggingar. Engan sakaði í eldsvoðanum.
Meira

Skemmtilegar nýjungar á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga

Á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga hafa skemmtilegar nýjungar bæst við upp á síðkastið eins og vakin er athygli á á Facebooksíðu safnsins. Þar hefur nú verið innréttað nýtt lesherbergi fyrir unglinga í því herbergi sem Upplýsingamiðstöðin var áður til húsa. Einnig er þar kominn nýr sófi í glaðleglum lit og nýjar bókahillur.
Meira

Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól

Ragnheiður Sveinsdóttir grunnskólakennari á Hvammstanga er mikil prjónakona, þrátt fyrir að mamma hennar hafi gefið prjónakennsluna upp á bátinn þegar hún var krakki. En eftir að hún komst á bragðið með prjónaskapinn hefur hún varla stoppað og liggja ófá verkin eftir hana. Ekki skemmir það ánægjuna þegar flíkurnar skipta skyndilega um hlutverk eins og gerðist með dúkkukjólinn sem breyttist í skírnarkjól. Ragnheiður sagði lesendum Feykis frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 38. tbl. Feykis á síðasta ári.
Meira

Mormorssúpa og kókosbolludesert

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Skýrsla um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna skýrslu um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. Var hún unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri en vinnsla hennar var áhersluverkefni sóknaráætlana landshluta árið 2017.
Meira

Húnavatnshreppur opnar nýja heimasíðu

Húnavatnshreppur hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu, www.hunavatnshreppur.is. Í samtali við Húna.is segir Einar K. Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, að markmiðið með nýjum vef sé að bæta aðgengi fyrir íbúa Húnavatnhrepps og aðra þá sem þurfa að leita eftir upplýsingum um starfsemi sveitarfélagins. Einnig sé verið að stuðla að auknum rafrænum samskiptum, t.d. varðandi umsóknir um styrki og fleira og vonast Einar til þess að íbúagátt muni líta dagslins ljós á vefnum á næstu misserum.
Meira

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Níu nöfn bættust við hóp umsækjendua um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd sem auglýst var að nýju í ágúst. Umsóknarfrestur rann út þann 27. ágúst og hefur sveitarstjórn unnið að því undanfarið að ræða við valda einstaklinga úr hópnum.
Meira