A-Húnavatnssýsla

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira

Heimsmeistarakeppnin gefur nokkrar krónur í kassann

Það vita flestir að það eru miklir peningar í heimsfótboltanum þó svo að pyngjurnar séu kannski ekki þungar hjá fótboltaklúbbunum hér á Fróni. Íslensku landsliðin í knattspyrnu hafa náð mögnuðum árangri síðustu árin og þátttaka karlalandsliðsin á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar skilar talsverðum tekjum til KSÍ sem hyggst skipta 200 milljónum króna á milli aðildarfélaga sinna.
Meira

Sameiningarviðræður líklega teknar upp á ný á næstunni

Nú hafa tvær af fjórum sveitarstjórnum í Austur-Húnavatnssýslu tilnefnt fulltrúa í sameiningarnefnd sveitarfélaga í sýslunni og eru því líkur á að sameiningarviðræður verði teknar upp að nýju á næstunni en hlé var gert á þeim fyrir sveitarstjórnarkosningar sl. vor. Eru það hreppsnefnd Skagabyggðar og sveitarstjórn Blönduósbæjar en málið hefur ekki verið tekið fyrir hjá sveitarstjórnum hinna tveggja sveitarfélaganna.
Meira

Landbúnaðarráðherra boðar til funda með sauðfjárbændum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til funda með sauðfjárbændum á nokkrum stöðum á landinu næstu daga. Með honum í för verða þau Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins og Haraldur Benediktsson, formaður Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.
Meira

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti, 3-0, á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira

Miðfjarðará í fjórða sæti

Enn er veiðin fremur treg í húnvetnskum laxveiðám miðað við aflatölur síðustu ára. Á lista Landssambands veiðfélaga frá því um miðja síðustu viku yfir 75 aflahæstu árnar má sjá að Miðfjarðará er í fjórða sætinu yfir landið með 1.707 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 2.173 laxar. Blanda er nú í tíunda sæti en þar hafa veiðst 832 laxar en þeir voru 1.219 fyrir ári síðan.
Meira

Hvatt til nýsköpunar í sveitum

Í ágústmánuði munu Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa fyrir fundaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, verður aðalfyrirlesari fundanna en á þeim flytur hann erindi sem ber yfirskriftina Leiðin til sigurs. Þar fjallar Guðmundur um árangursríka markmiðasetningu og hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri. Einnig fjallar hann um uppbyggingu liðsheildar, samskipti og innleiðingu breytinga.
Meira

Júdóiðkendur í æfingabúðum í Svíþjóð - Ferðasaga

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá Pardusi á Blönduósi og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í Júdó í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Sagt er frá þessu á vef Júdódeildar Tindastóls.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Á slóðum Sölva Helgasonar í Sléttuhlíð

Þegar ekið er um Sléttuhlíðina, í utanverðum Skagafirði að austan, hlýtur margan ferðamanninn að fýsa að staldra við enda er útsýnið þar út til fjarðarins einstaklega fallegt, Málmeyjan rétt undan landi, Þórðarhöfðinn rétt innan seilingar og í bakgrunninum standa Drangey og Kerlingin sinn vörð. Í Lónkoti í Sléttuhlíð, miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, hefur um margra ára skeið verið rekin þjónusta við ferðamenn. Blaðamaður leit við í Lónkoti og hitti þar fyrir hjónin Júlíu Þórunni Jónsdóttur og Þorgils Heiðar Pálsson sem reka staðinn.
Meira

Mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Menntastefna sú mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar.
Meira