A-Húnavatnssýsla

Fimm laga lostæti og girnileg ávaxtakaka í eftirrétt

Guðríður M. Stefánsdóttir eða Stella Stefáns, var matgæðingur vikunnar í 29. tbl Feykis 2016. Stella kemur frá Glæsibæ í Staðahreppi en býr ásamt eigimanni sínum, Jóni Björgvini Sigvaldasyni, á Sauðárkróki. Býður hún lesendum upp á gómsætan fiskrétt, gróft snittubrauð með sjávarsalti sem meðlæti og girnilega ávaxtaköku sem eftirrétt.
Meira

Laxveiði dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum laxveiðiám hefur verið heldur dræm það sem af er sumri sé miðað við veiðitölur undanfarinna tveggja ára. Á lista sem birtur var á fimmtudag má sjá að Miðfjarðará er nú í fimmta sæti yfir aflahæstu ár landsins með 1058 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1458 laxar. Blanda situr í níunda sætinu þar sem veiðin er 668 laxar en sambærileg tala í fyrra var 913.
Meira

Ljómarall í Skagafirði

23 áhafnir eru skráðar til leiks í Ljómaralli sem fram fer í Skagafirði laugardaginn 28. júlí nk. Keppnin er þriðja keppni sumarsins í Íslandsmeistaramótinu í ralli og óhætt er að segja að staðan sé spennandi og barist verði um hvert stig til síðasta metra í keppninni.
Meira

Iðkendur hjá júdófélaginu Pardus safna áheitum í hjólaferð

Iðkendur hjá júdófélaginu Pardus á Blönduósi hjóluðu í gær 15 kílómetra í áheitasöfnun. Þeir hafa safnað áheitum síðustu vikur og í gær var komið að stóra deginum.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Opið hús verður í Nes listamiðstöð á Skagaströnd, laugardaginn 28. júlí frá kl. 16:30 til 18:30. Þar munu listamenn sem dvalist hafa í listamiðstöðinni í júlí sýna afrakstur vinnu sinnar.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar auglýsir aftur eftir sveitarstjóra

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur tekið ákvörðun um að auglýsa aftur eftir sveitarstjóra. Í fundargerð sveitarstjórnar frá 20. júlí síðastliðnum kemur fram að fyrir fundinn hafði sveitarstjórn tekið viðtöl við tvo af þremur umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal. Einn umsækjandi hafi dregið umsókn sína til baka.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi hélt að vanda opinn dag á Húnavöku þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins. Margir litu við og segir á Facebooksíðu Markviss að á annað hundrað manns hafi sótt félagið heim.
Meira

Mikilvægt að styðja bændur til að skapa eigin verðmæti

Matís stóð fyrir fundi í Miðgarði fyrr í þessum mánuði þar sem fjallað var um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Fundurinn var vel sóttur enda mikill áhugi meðal bænda á heimaslátrun og sölu afurða beint frá býli. Meðal framsögumanna á fundinum voru þeir Atli Már Traustason á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Boðið á bæi í Lýtingsstaðahreppi

Á þremur bæjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa bændurnir tekið sig saman og reka undir sama merki ferðaþjónustu þar sem boðið er heim á bæina og er samheiti fyrir staðina þrjá „The Icelandic farm animals“ . Bæirnir sem hér um ræðir eru Sölvanes, Lýtingsstaðir og Stórhóll sem standa með stuttu millibili við veg númer 752, um 20 kílómetra inn af Varmahlíð. Blaðamaður heimsótti konurnar þrjár sem að verkefninu standa, þær Eydísi Magnúsdóttur í Sölvanesi, Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum og Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli og forvitnaðist um hvað þær hefðu upp á að bjóða.
Meira

Mikið fjör á Húnavöku

Húnavaka hefur farið vel af stað þetta árið þrátt fyrir mikla rigningu á köflum. Fjöldi gesta er á svæðinu og mikil stemmning. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Meira