A-Húnavatnssýsla

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Nær úttektin til meira en 80 staða í landshlutanum. Verkefni þetta var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður því fram haldið á þessu ári og því næsta.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi leitar enn að erlendum ferðamanni

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk í gær tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingsstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Frá þessu segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Var allt útkallslið lögreglu sent á staðinn en í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar.
Meira

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson, fæddur 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Krúttlegt veitingahús á sjávarbakkanum

Ferðamenn sem leið eiga um Norðurland láta það gjarnan ógert að líta við á Skagaströnd. Það er þó ekki langur krókur, hvort sem um er að ræða vegalengdina frá þjóðvegi 1 á Blönduósi eða spottann frá afleggjaranum á Þverárfjallsveginum sem er ekki nema u.þ.b. 13 kílómetrar. Skagaströnd er lítill en fallegur bær sem hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn. Þar er meðal annars rekin veitingasala í litlu og afskaplega fallegu gömlu húsi sem ber nafnið Bjarmanes.
Meira

Biopol vaktar Víkur fyrir Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur frá árinu 2016 séð um vöktun á ströndum samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR en það er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins sem Ísland hefur staðfest. Fyrirfram afmarkað svæði er tekið fyrir á hverri strönd og er tilgangurinn með vöktuninni að finna uppruna þess rusls sem safnast mest fyrir á svæðinu, meta magn þess yfir ákveðið tímabil og að fjarlægja það af svæðinu.
Meira

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Valdimar tekinn til starfa á Blönduósi

Valdimar O. Hermannsson tók við starfi sveitarstjóra Blönduósbæjar af Valgarði Hilmarssyni á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag en Valgarður hefur gegnt starfinu frá því Arnar Þór Sævarsson lét af störfum þann 1. apríl sl.
Meira

Misritað veffang í Sjónhorni

Misritun varð í auglýsingu frá Biopol sem birtist í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Veffangið hjá Vörusmiðjunni sem þar er gefið upp á með réttu að vera vorusmidja.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mánudaginn 20. ágúst, kl. 17:00-18:00 mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu kynna störf sín og svara spurningum áhugasamra um verkefnið. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Hvammstanga og eru allir velkomnir.
Meira

Samið um útflutning á 30 þúsund heyrúllum af Mið-Norðurlandi

Nú síðustu vikur hafa heykaup Norðmanna af íslenskum bændum verið talsvert í umræðunni í kjölfar mikilla þurrka í Skandinavíu. Lengi vel leit út fyrir að regluverkið gerði útflutninginn ansi flókinn en á heimasíðu Matvælastofnunar segir að eftir nánari athugun hafa lögfræðingar Mattilsynet í Noregi komist að þeirri niðurstöðu að útflutningur á heyi frá Íslandi falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Meira