A-Húnavatnssýsla

Fyrsti æfingaleikur Tindastóls á Hvammstanga í kvöld

Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga í kvöld 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ - hæglætis veður áfram út mánuðinn

Þriðjudaginn 4. september komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í septembermánuði. Fundurinn hófst kl. 13:10 og voru fundarmenn níu talsins. Farið var yfir sumarmánuðina og veðurfar þessa mánuði sem veðurklúbburinn var í frí frá spádómi og fundum – þó svo alltaf spái menn í veðrið.
Meira

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík

Unnin hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík en Sveitarfélagið Skagabyggð fékk á árinu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna vinnu við deiliskipulag og hönnun til uppbyggingar göngustíga en staðurinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem um svæðið fara.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 14. -16. september næstkomandi fer fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og síðustu ár eru allir hjartanlega velkomnir en helgin er svo sannarlega stórhátíð heimamanna þar sem reiðmenn og aðrir gestir skemmta sér eins og þeim einum er lagið!
Meira

Laxinn var eldislax

Rannsókn á laxinum sem veiddist í Vatnsdalsá sl. föstudag, og sagt var frá á Feyki.is á á mánudag, leiddi í ljós að hér var um eldislax að ræða. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun til skoðunar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís.
Meira

Hreindís Ylva er nýr formaður Ungra vinstri grænna

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Í Ungum vinstri grænum eru starfandi tvær stjórnir; framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og við hana bætist landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum nú í september líkt og það gerði á síðasta ári. Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Malbikun hafin á Skagaströnd

Í gær hófust malbikunarframkvæmdir á Skagaströnd en þá lagði malbikunarflokkur fyrstu fermetrana á útsýnisstaðinn á Spákonufellsöfða. Á næstu dögum er ætlunin að malbika alls um 15.700 m2,, bæði plön og götur. Þar af verða 8.500 m2 nýlagnir á plön og götur og 7.200 m2 yfirlagnir á gamalt og lélegt slitlag gatna að því segir á vef Skagastrandar.
Meira

Bryndís Lilja ráðin mannauðsstjóri HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf mannauðsstjóra. Bryndís er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.
Meira

Níu til viðbótar sækjast eftir stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd

Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd rann út þann 27. ágúst sl. en á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 20. júlí sl. var sú ákvörðun tekin eftir mat á umsóknum að auglýsa stöðuna að nýju.
Meira