A-Húnavatnssýsla

Matvælabraut við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætir þörfum atvinnulífsins í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sóknaráætlun landshluta sem hafa gert með sér samning um stuðning SSNV við þróun nýrrar matvælabrautar við skólann. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2018.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða innan tíðar

Ferðamálastofa vill vekja athygli á því að brátt verður opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og hvetur hún þá sem hyggja á umsókn til sjóðsins að byrja að undirbúa sig sem fyrst.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Úttektin nær til yfir 80 staða í landshlutanum. Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður fram haldið á árunum 2018 og 2019. Kynning á verkefninu verður í fundarsal Verkalýðsfélagsins Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, fimmtudaginn 30. ágúst, kl. 14:00-16:00.
Meira

Björgunarsveitafólk frá Blöndu og Húnum á hálendisvaktinni

Undanfarin ár hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekið svokallaða Hálendisvakt á sumrin og felst verkefnið í því að halda úti gæslu og aðstoð á hálendinu. Auk Landsbjargar standa Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður að vaktinni. Í sumar var vakt allan sólarhringinn í Landmannalaugum, Nýjadal á Sprengisandi, Drekagili norðan Vatnajökuls og einnig var viðbragðsvakt í Skaftafelli.
Meira

Leiðbeiningar frá Matvælastofnun um velferð búfjár í göngum og réttum

Matvælastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar sem varða velferð fjár og hrossa í göngum og réttum. Þar segir að smalamennskur og fjárleitir séu vandasamt verk þar sem gæta þurfi öryggis en alltaf ætti að hafa velferð fjárins og hrossanna að leiðarljósi. Á vef Matvælastofnunar segir að lengstu fjárleitirnar séu á afréttum Árnesinga og taki um 6-7 daga og þeir sem í lengstu göngurnar fari séu 11 daga á hestbaki. Þær kindur sem smalað sé um lengstan veg geti þurft að leggja að baki 100 km göngu á sex dögum þó sem betur fer sé það fátítt. Því hvíli mikil ábyrgð á þeim sem ætla að koma þessu fé til byggða.
Meira

Þrír Íslandsmeistaratitlar á einni viku

Snjólaug M. Jónsdóttir í Skotfélaginu Markviss hefur gert það gott að undanförnu en á laugardaginn varð hún Íslandsmeistari í Norrænu trappi (Nordisk Trap) í keppni sem háð var á skotíþróttasvæði Skotfélags Akraness. Skor Snjólaugar á mótinu var 102 dúfur sem er það næsthæsta sem náðst hefur hérlendis í kvennaflokki en Íslandsmetið á hún sjálf frá því í fyrra, 114 dúfur.
Meira

Andrea og Þóranna með Íslandsmeistaratitla á MÍ 15-22

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram um helgina á Laugardalsvelli þar sem 204 keppendur frá 17 félögum víðs vegar að af landinu voru skráðir til keppni. Fyrirfram var búist við sterkri og spennandi keppni þar sem á meðal keppenda voru Íslandsmeistarar úr fullorðinsflokki og keppendur af EM, HM og NM í flokki unglinga fyrr í sumar. Keppendur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda og átti UMSS tvo Íslandsmeistara.
Meira

Síðasti vinnufundurinn með Blue Sail

Breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail hefur frá síðastliðnu hausti unnið með verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way við uppbyggingu á ferðamannaleiðinni á norðurströnd Íslands. Nú eru síðustu vinnufundir Blue Sail með afþreyingar- og hagsmunaðilum framundan en þeir verða haldnir á Greifanum á Akureyri þann 12. september nk. Fundirnir eru fyrir aðila af öllu svæðinu og með þeim er stefnt að því að sameina alla þá sem aðkomu hafa að Norðurstrandarleiðinni/Arctic Coast Way sem eina heild og vinna þar að sameiginlegum hagsmunum. Frá þessu segir á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Húnvetningar enduðu 4. deildina með sigurleik

Riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk um helgina og á Blönduósvelli tók sameinað lið Kormáks/Hvatar á móti liðsmönnum Ungmennafélagsins Geisla úr Aðaldal. Ljóst var fyrir leikinn að Kormákur/Hvöt átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni 4. deiildar eftir tap gegn ÍH í umferðinni á undan en þeir mættu að sjálfsögðu stoltir til leiks og báru sigurorð af Þingeyingunum úr Aðaldal. Lokatölur 3-1.
Meira