A-Húnavatnssýsla

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina

21. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina 2.– 5. ágúst verður að þessu sinni haldið í Þorlákshöfn. Mótshaldarar eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og sveitarfélagið Ölfus auk Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).
Meira

Sumarið er tíminn til að grilla eitthvað gott

„Okkur finnst gaman í eldhúsinu, Addi eldar mest allt þegar hann er heima en Guðrún bakar. Skemmtilegt er að skoða nýjar uppskriftir og útfæra svo eins og okkur finnst best. Á sumrin er mikið grillað og maturinn oft í einfaldari kantinum. Við ætlum ekki að vera með uppskrift að eftirrétti þar sem á sumrin er það yfirleitt búðarkeyptur íspinni sem verður fyrir valinu. Aðalrétturinn sem við ætlum að bjóða upp á er upphaflega byggður á misskilningi okkar hjóna, ég taldi mig vera að hafa til salat i kjúklingasalat og að Addi væri að grilla kjúkling í það, hann var hins vegar að grilla pylsur. Þannig varð til pylsusalat,“ sagði Guðrún Elsa Helgadóttir, kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd en hún og maður hennar, Arnar Ólafur Viggósson, háseti á Arnari HU1 voru matgæðingar vikunnar í 28. tbl. ársins 2016.
Meira

Gosi spýtustrákur heimsækir Norðurland

Leikhópurinn Lotta verður á ferðinni á Norðurlandi um helgina og sýnir bæði á Blönduósi og á Sauðárkróki. „Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari," segir í fréttatilkynningu frá hópnum.
Meira

Heimaleikur á Blönduósvelli í kvöld

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli í kvöld kl. 20. Sem stendur er lið Kormáks/Hvatar í 3. sæti riðilsins með 9 stig.
Meira

Hundakostur lögreglunnar til lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Morgunblaðið greindi frá því frá því á miðvikudag að lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hafi verið falin umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað um aðgerðaleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en í samtali við Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra, kemur fram að nú muni verða breyting á málaflokknum og tekið á málum af festu.
Meira

Listamiðstöðvar vettvangur háskólanáms á Norðurlandi vestra

Nemendur Virginia Tech háskólans í Bandaríkjunum og Concordia háskóla í Montréal í Kanada, hafa nú í júnímánuði dvalið í listamiðstöðvunum á Blönduósi og á Skagaströnd. Þrettán nemendur eru í hvorum hóp. Kathleen Vaughan, aðstoðarprófessor við Concordia, dvelur með nemendum sínum á Blönduósi og á Skagaströnd dvelja Lesley Duffield og Rachel Lin Weaver, aðstoðarprófessorar við Virginia Tech. Blaðamaður Feykis settist niður með Kathleen og Rachel umsjónarmönnum verkefnanna og ræddi við þær um upphafið, hugsjónina og framtíð verkefnisins.
Meira

Húnavakan hefst í kvöld

Húnavaka verður haldin nú um helgina og er dagskráin hin veglegasta að vanda. Hefst hún strax í kvöld þegar íbúar drífa sig út og skreyta umhverfi sitt kvöld með rauðu skrauti og ísbjörnum. Klukkan 21:00 byrjar svo BlöQuiz í Félagsheimilinu þar sem fólki gefst gott tækifæri á að láta reyna á heilasellurnar.
Meira

Þátttökuskilyrði fyrir Norðurstrandarleið

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna skýrslu þar sem farið er yfir skilyrði til þátttöku í verkefninu um Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way). Norðurstrandarleið hefur verið í þróun síðustu misseri en með henni á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira

Kvikmyndahátíð í Nesi listamiðstöð

Í dag milli klukkan 17 og 18 verður haldin kvikmyndahátíð í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar verða sýndar stuttmyndir eftir fyrrverandi Nes listamenn og eru Skagstrendingar hvattir til að líta við á leið heim frá vinnu og horfa á myndirnar. Þar má meðal annars sjá nokkur kunnugleg andlit heimamanna og stuttmynd af tilurð skúlptúrs eftir Ólaf Bernódusson sem er nú í Listasafni ríkisins í Osaka í Japan.
Meira

Barnamót USAH á Skagaströnd

Barnamót USAH fór fram á Skagaströnd í gær. Veðrið lék við þátttakendur og áhorfendur en 42 börn tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Barnamót USAH er árlegt mót ætlað börnum átíu ára og yngri.
Meira