A-Húnavatnssýsla

Á flæðiskeri staddur í Blöndu

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi fengu útkall um klukkan 20:00 á þriðjudagskvöldið en þá var bíll fastur á Vesturheiðarvegi (F734), 5 km frá Kjalvegi. Á Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu segir að þar hafi verið, einn á ferð, ferðalangur á Toyota lc og sat bíllinn fastur uppi á á steini í miðju Blönduvaði.
Meira

Íbúðarhúsnæði í byggingu í fyrsta sinn í rúm tíu ár

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar, sem fram fór í gær, var byggingarleyfi samþykkt af hálfu nefndarinnar fyrir einbýlishúsi og bílskúr við Sunnubraut 9 á Blönduósi.
Meira

Landsmótið hafið á Sauðárkróki

Landsmótið á Sauðárkróki hófst í morgun með þriggja tinda göngu en þar er eiga þátttakendur að ganga á þrjá fjallstoppa, Mælifell, Tindastól og Molduxa, innan tólf klukkustunda. Klukkan 10 hefst svo pútt fyrir alla á Hlíðarendavelli en þar er ekki krafist skráningar og allir geta tekið þátt. Morgundagurinn verður svo þéttskipaður dagskrá frá morgni til kvölds.
Meira

Grísahald í garðinum

Síðustu ár hefur færst í vöxt að bændur og aðrir einstaklingar kaupi einstaka svín til að ala sjálfir, sérstaklega yfir sumartímann. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsað sér að kaupa grísi þar sem dregin eru fram helstu atriði sem hafa þarf í huga.
Meira

Matarsýning á Akureyri í október

Sýningin Local Food Festival verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í október en þar munu framleiðendur og matreiðslumenn sýna allt það besta sem tengist norðlenskum mat.
Meira

Húnavaka á Blönduósi

Húnavaka verður haldin dagana 19.-22. júlí næstkomandi. Dagskrá Húnavöku er stútfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár, þó alltaf séu einhverjar breytingar. Feykir heyrði í Kristínu I. Lárusdóttur sem sér um skipulagningu hátíðarinnar.
Meira

Erlendum farþegum fjölgaði um 5,4% í júní

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nam 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
Meira

Áhersla á áframhaldandi uppbyggingu textíllistamiðstöðvar í Kvennaskólanum

Þekkingarsetrið á Blönduósi hélt ársfund sinn í Kvennaskólanum á Blönduósi um miðjan síðasta mánuð. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, þar á meðal kynning á starfsemi setursins árið 2017. Kynninguna má lesa í heild sinni á vef Þekkingarsetursins.
Meira

Bílaþjónusta Norðurlands - Veitir hjálparþurfi vegaaðstoð

Á Sauðárkróki rekur Baldur Sigurðsson fyrirtæki sitt Kvíaból sem heldur utan um rekstur útibús bílaleigunnar AVIS á staðnum. Fyrir stuttu bætti hann við umfangið og ákvað að bjóða upp á vegaaðstoð og fyrirtækið Bílaþjónusta Norðurlands varð til. Í síðustu viku fékk Baldur í hendurnar bílaflutningakerru. sem ætti að koma í góðar þarfir við þjónustuna og Feykir ákvað að kanna málið örlítið.
Meira

Umsókn um stöðu sveitarstjóra flokkaðist sem ruslpóstur

Átta umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Blönduósbæjar, sem auglýst var laus til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út þann 2. júlí síðastliðinn.
Meira