A-Húnavatnssýsla

Grettissaga Einars Kárasonar í Félagsheimilinu á Blönduósi

Rithöfundurinn og sagnamaðurinn Einar Kárason mun stíga á stokk í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, þann 17. júlí kl. 20, og flytja Grettissögu.
Meira

Síðasti dagur Landsmótsins

Nú er síðasti dagur landsmótsins runninn upp. Dagurinn í gær var var hinn besti og létu menn veðrið ekki mikið á sig fá. Keppt var í fjölmörgum greinum og um kvöldið var svo skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og gríðarlega vel sótt Pallaball langt inn í nóttina að því er segir á vef landsmótsins.
Meira

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Gott nesti fyrir göngugarpa

„Sumarfrísdögum eyði ég gjarnan í gönguferðum og þá er mikilvægt að velja morgunverð og nesti sem stendur vel með manni," sagði Kristín S. Einarsdóttir sem sá um Matgæðinga Feykis í 27. tbl. ársins 2016. Kristín bætti við: „Í síðustu viku gekk ég með góðum hóp kvenna í Fljótunum. Við erum svo heppnar að í hópnum er matargæðingur af Guðs náð, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir. Ég ætla deila hér með lesendum saðsömum samlokum og matarmiklum múffum sem hún bauð okkur upp á."
Meira

Sýning í Deiglunni í tilefni af afmæli Ness listamiðstöðvar

Nú um helgina verður haldin sýning í Deiglunni á Akureyri í tilefni þess að liðin eru tíu ár frá því að Nes listamiðstöð á Skagaströnd opnaði. Á þessum tíu árum hafa um 750 listamenn frá 45 löndum heimsótt listamiðstöðina og unnið þar að listsköpun sinni. Til að fagna tímamótunum hafa 77 fyrrverandi gestalistamenn gefið verk á sýninguna. Rætt var við Signýju Richter á Skagaströnd í Fréttablaðinu í gær en hún hefur verið í stjórn Ness frá upphafi.
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Valdimar O. Hermannsson ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur ráðið Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra og var ráðningin staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær, 12. júlí. Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
Meira

Miðfjarðará á toppnum á Norðurlandi vestra

Birtur hefur verið listi yfir 75 aflahæstu árnar á vef Landsambands veiðifélaga eins og staðan var þann 11. júlí.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti síðasta sumar og nú ætlum við að endurtaka leikinn og halda þessa afar óvenjulegu útihátíð helgina 13.-15. júlí. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur fjögur sumur, síðan 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þau læra um náttúruna með því að sjá, snerta og upplifa.
Meira

Reiðtúr í Fljótunum í uppáhaldi

Tveir útsendarar frá New York Times ferðuðust um Ísland nú fyrr í sumar og nýlega mátti lesa frásögn þeirra af ferðalaginu í netútgáfu blaðsins. Þau Jada Yuan og Lucas Peterson voru ákaflega sátt við upplifunina og segjast skilja vel nafnið á íslenska flugfélaginu Wow Air því hvað eftir annað stóðu þau sig að því að hrópa upp yfir sig -Vá!- á ferð sinni um landið.
Meira