A-Húnavatnssýsla

10 ára afmælishátíð Nes listamiðstöðvar

Um síðustu helgi var haldið upp á 10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd. Á hátíðinni voru sýnd verk fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, bæði innsetningar og gjörningur ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem nú dvelja á Skagaströnd.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Jazztónleikar í Félagsheimilinu á Blönduósi

Föstudagskvöldið, 29. júní kl. 20:30, verða jazztónleikar með Haraldi Ægi Guðmundssyni og austurríska jazzpíanistanum Lukas Kletzander, í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Staða sveitarstjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum.
Meira

Ótrúlegur áhugi á hestaferðum um söguslóðir

Fyrr í sumar auglýsti Magnús Ólafsson frá Sveinstöðum, hestaferð um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftöku á Íslandi í janúar 1830. Í upphafi voru auglýstar tvær, fimm daga ferðir en vegna mikils áhuga hefur hann nú bætt þeirri þriðju við. Það þýðir að nokkrir sem ætluðu í fyrri tvær ferðirnar hafa nú fært sig og bókað í þá síðustu. Þess vegna er nú möguleiki á því að bæta við fólki í hverja af þessum ferðum. Hægt er að vera einungis með hluta af ferðinni ef það hentar fólki.
Meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri SSNV

Þann 1. júlí næstkomandi mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir taka við starfi framkvæmdastjóra SSNV. Unnur Valborg hefur áralanga reynslu af rekstri og stjórnun.
Meira

Kirkjukambur úr bronsi finnst í rústum Þingeyraklausturs

Nú stendur yfir uppgröftur í rústum Þingeyraklausturs en þar hafa fræðilegar rannsóknir staðið yfir frá árinu 2016 og ganga undir heitinu Þingeyraverkefnið. Uppgröfturinn í rústum klaustursins hófst í byrjun júní og mun standa út mánuðinn. Þar hefur tíu manna hópur verið að störfum undanfarið og unnið að því að grafa sig í gegnum jarðlög frá 17. og 18. öld.
Meira

Fjórir slösuðust í árekstri

Harður árekstur varð nálægt afleggjaranum að bæjunum Hólabaki og Uppsölum, rétt vestan Vatnsdalshóla, seinni partinn í gær. Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru tveir þeirra meira slasaðir en hinir.
Meira

Á fjórða tug afreksnema fær styrk til náms við Háskóla Íslands

Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands í haust tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær en sjóðurinn fagnar tíu ára afmæli í ár. Styrkþegarnir koma úr tólf framhaldsskólum víða af landinu eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Matthildur Kemp Guðnadóttir frá Sauðárkróki var ein nemanna.
Meira

Verðmætum stolið í innbroti á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vara fólk í Skagafirði og nágrenni við óprúttnum aðilum sem hugsanlega eru á ferli en nú í morgun var farið inn á heimili á Sauðárkróki og stolið miklum verðmætum. Eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar er byrjað að rannsaka málið en fólk er beðið um að hafa varan á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst.
Meira